Aðeins tvær leiðir færar í lífeyrismálum þjóðarinnar.

Sú niðurstaða þessara starfshópa að ríkið (við) yfirtaki allar lífeyrisskuldbindingar RÚV hlýtur að teljast óásættanleg fyrir alla aðra en starfsmenn RÚV.

Það er því miður flestum ljóst að þetta lífeyrissjóða kerfi okkar Íslendinga er bæði dýrt og óréttlátt.

Það er augljóslega illa rekið og óhagkvæmt, en verst er þó að spilling og hagsmunatengsl fara þar með völd og þó að við tátíðleg tækifæri sé talað um eignir og fjármuni upp á rúma 2500 milljarða, þá er nú líklegra að það sé aðeins innantómt þvaður og í raun og veru aðeins örfá krosseigna skuldabréf á kistubotninum.

Augljóslega verður að stokka allt þetta sjúka kerfi upp og er að mér virðist aðeins um tvær leiðir að velja:

1) Sameina alla lífeyrissjóði landsmanna í einn sjóð, þar sem öllum landsmönnum sé gert jafn hátt undir höfði.

eða

2) Fara að dæmi Breta, en þar er einmitt um þessar mundir verið að endurgreiða sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum innistæður hvers og eins til baka og síðan sett í valdi viðkomandi eiganda fjármunanna, hvernig hann ráðstafar sparnaðinum best, hvort heldur í fasteign eða annan sparnað.

Hinn hrollvekjandi sannleikur er nefnilega sá að samkvæmt lögum ESB og e.t.v. EFTA líka, er það nefnilega óheimilt yfirvöldum að ráðstafa hluta launa þegnanna í þvingaðan sparnað á borð við þessa "lífeyrissjóði" okkar.


mbl.is Yfirtaki lífeyrisskuldir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband