Uppspuni

Þeirri fáránlegu frétt var slegið upp í kvöldfréttum sjónvarps í gær, að Reykvíkingar spöruðu milljarð króna á uppbyggingu íbúðahverfis "Valsmanna" við Hlíðarenda, vegna samninga við Kirkjugarða Reykjavíkur.

Auðvitað spara Reykvíkingar hvorki eitt né neitt, heldur sannar þessi staðhæfing málpípu "Valsmanna" aðeins að nauðsynlegt er að fjarlægja geysilegt magn jarðvegs, sem verktökunum nægir nú að keyra umtalsvert styttri vegalengd, en ráð var fyrir gert.

Þeir einu sem græða á þessu eru aðeins þeir sem áforma að hagnast á sölu þessara dýrustu byggingarlóða Reykjavíkur, en eftir situr meiri hluti landsmanna frábærum flugvelli fátækari á kostnað flugöryggis landsmanna, auk auðvitað heilbrigðrar skynsemi.


mbl.is 78% vilja neyðarbrautina áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband