Látið lækna hafa sambærilegar launahækkanir við framhaldsskólakennara

Það liggur í augum uppi að eftir að framhaldsskólakennarar riðu á vaðið og tóku skjólstæðinga sína venju samkvæmt í gíslingu og kröfðust stórfeldra launahækkana, að það myndi hafa skriðu óraunhæfra launakrafna í för með sér.

Hvort fjölskylduhagir menntamálaráðherra höfðu eitthvað með örlagaríka eftirgjöf yfirvalda til handa "valkyrjunum" skal látið ósagt, en það hlýtur að vera öllum ljóst að í kjölfar hófsamra og ábyrgra samninga almennra launþega og ASÍ, að það yrði að sýna staðfestu og ábyrgð gagnvart fyrirsjáanlegum óraunhæfum kröfum hópa á borð við kennarana, eða þá að taka afleiðingunum og láta allar aðrar stéttir, t.a.m. lækna njóta sambærilegra kjarabóta.


mbl.is Vilja sáttanefnd í læknadeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband