7.12.2014 | 12:21
Er Morgunblaðið einungis málpípa "Útgerðaraðalsins"
Framan af þessum Drottins degi skartar stærsta dagblað þjóðarinnar í netútgáfu sinni enn einu sinni forsíðufrétt af afleiðingum tilfærslu á klukku og fallin er í annað sæti frétt varðandi getgátur um ættartré "Grýlu"
Þetta er lýsandi dæmi hlutlæga umfjöllun snepilsins á þeim málefnum sem efst eru á baugi, en dæmi um málefni sem ekkert er fjallað um í blaði dagsins eru t.d. eftirfarandi:
NÁTTÚRUPASSI og endalok frjálsrar farar um eigið land.
KVÓTAÚTHLUTUN til 23ja ára í senn, þ.e.a.s. l0gformleg gjöf til útvaldra.
BORGUN og sala á öðrum gulleggjum til vina og VANDAMANNA
FLUTNINGUR FISKISTOFU til Akureyrar gegn augljósum rökum
RAFORKUSTRENGUR til Englands með hækkandi verði í för með sér til Íslendinga vegna blákaldra lyga forstjóra Landsvirkjunar um l0gbundið jafnræði á raforkuverði til neytenda.
SPILLTUR HÆSTIRÉTTUR eins og hrikaleg dæmin sýna, auk óbeinnar staðfestingar Jóns Steinars Gunnlaugssonar á þeirri staðreynd.
KAUP Á NAFNALISTUM ÚR SKATTASKJÓLUM sem augljóslega er unnið að hörðum höndum að eyða, deyfa, eða yfirbjóða?
NÝR LÖGREGLUSTJÓRI Í REYKJAVÍK. Leiftur frami og þögn um leka.
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR og óútskýranleg áform um eyðileggingu hans.
HÁTÆKNISJÚKRAHÚS. Áform um byggingaráform þessa heimskulega byggingamassa á þessum fáránlega byggingarreit þrýst ótrautt áfram.
VERÐTRYGGING OG MATARSKATTAR eru líka verðug viðfangsefni.
Einmitt með dyggri aðstoð svona fjölmiðla og hers handbenda og erindreka veður fámenn forréttinda klíkan á skítugum skónum yfir úrvinda landslýðinn - ALGJÖRLEGA ÓÁREITT
Svona dimmir með breyttri klukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.