Dýrkeyptur munaður.

Í fréttum fjölmiðla dagsins var tilkynnt að Íslandi fengi fyrir náð, miskunn og einskæra heppni að taka þátt í HM í Katar og máttu íþróttafréttamenn vart vatni halda yfir fyrirsjáanlegri veislu (þeirra sjálfra)

Fyrir mig sem venjulegan skattgreiðanda og nefskattsþega, þá er fögnuðurinn af skornum skammti, þó eflaust sé hægt að samgleðjast hinum aldurhnignu fölnandi silfurdrengjum, ásamt fríðu föruneyti þeirra að komast í svolítinn unað í praktuglegum vellystingum í sólinni í Katar.

Sannleikurinn er því miður kaldranalegri og tími þessa frækna liðs er liðinn og við verðum einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að Íslendingar eru hvað sem öðru líður aðeins fátæk smáþjóð sem hefur ekki efni að halda úti keppnisliði í hópíþrótt meðal þeirra bestu, því auðvitað er það ekkert náttúrulögmál eða meðfæddur hæfileiki allra Íslendinga að við eigum heima í hópi fremstu handboltaþjóða um aldur og ævi.

Um þessar mundir er rétt að horfast í augu við þá staðreynd að ungt og vaxandi knattspyrnulandslið þjóðarinnar er okkar hálmstrá til að ylja okkur um hjartaræturnar og lítill akkur fyrir þjóðerniskennd okkar að horfa á gömlu handboltahetjurnar auðmýktar á framandi grund af sterkum andstæðingum.

Spurningin er því sú: Hvað kostar þátttakan og höfum við efni á því?


mbl.is Að sjálfsögðu tökum við sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef hitt kantstein sem er skemmtilegri en þú.

Frissi (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 03:27

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég vona eindregið að Frissi og fleirri glaðbeittir stuðningsmenn megni að fylgja "strákunum" til Katar og gleymi öllu nöldri og kveinstöfum úr hráslaganum á náskerinu um stundarsakir.

Vonandi ríður þessi óvænti kostnaðliður á fjárhagsáætlun RÚV stofnuninni ekki að fullu, þó svo það mætti frekar en gjarna skera hana niður um svona 70 - 80%

Það er reyndar einn kostnaðarliður hjá RÚV sem fróðlegt væri að sjá einhverjar tölur um, en þar er ég að tala um nánast dagleg fréttaskot frá leikjum úr efstu deildum kvenna í körfu og handbolta, sem ég fullyrði að fáir hafa hvorki gagn né gaman af.

Kostnaðurinn við að senda hvert tökulið á þá leiki sem sýnt úr, hlýtur að nema hundruðum þúsunda króna við hvern leik og virðist helsta "kúnst" tökumanna á vetfangi snúast um að fylgja gangi leiksins í "pendúllaga" hreifingu frá einum vallarhelmingi til annars og það líklega í þeim eina tilgangi að beina myndavélinni sem minnst að gapandi tómum áhorfendasvæðunum.

Jónatan Karlsson, 22.11.2014 kl. 09:51

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

afsakið, "vettvangi"

Jónatan Karlsson, 22.11.2014 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband