Systurnar fræknu, þær Snædís og Áslaug Hjartardætur

.....Án þess að það komi beinlínis þessari frétt við.....

Eftir að hafa horft á umfjöllun Kastljóss á aðstæðum systrana Snædísar og Áslaugar, sem eru báðar þarfnast aðstoðar táknmálstúlka, þá er mér brugðið.

Það kom fram nýlega að sá sjóður sem fjárveitingavaldið lætur af hendi rakna til sjón og heyrnarskertra er því miður uppurinn og tómur, en fær þó "höfðinglega" aukafjárveitingu að upphæð rúmar fjórar milljónir, að mér heyrðist, einhverstaðar í dag.

"Foj barasta" segi ég við fjárveitingavaldið og reyndar þetta pakk upp til hópa sem situr við kjötkatlana inni við Austurvöll og afsakar sig í bak og fyrir.

Þessi hárbeitta ádeila systrana minnti mig reyndar á nýlega umræðu um bílakaup ríkisstarfsmanna og ráðherra og þar dyggðu nú fjórar milljónir skammt undir þá fínu bossa alla saman, svo ekki sé nú líka minnst á einkabílstjórana alla, sem þetta fólk telur eðlilegt að hafa.

Þetta frábæra viðtal við systurnar, þar sem þær voru í senn, beittar, spaugsamar, jákvæðar og hvassar ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar ætti með réttu að ráðstafa, fremur en nú tíðkast.


mbl.is Lagt til að borgin styðji áfengisfrumvarpið
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband