Dagar Hönnu Birnu taldir.

Það er deginum ljósara að dagar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í ráðherrastóli er taldir. Endalok pólitísks ferils hennar minnir helst á þegar veiðimaður tjóðrar geit í skógarrjóðri og fórnar henni fyrir verðmætari bráð.
Veiðimaðurinn er auðvitað kaldrifjaður evrókrati og bráðin er hrumur og elliær konungur íslenskra stjórnmálaflokka, sjálfur Kolkrabbinn.

Það er nánast spaugilegt að fylgjast með hvernig "íslenskir" kratar hafa undanfarin sex ár nýtt eðal evrópskar áróðurs aðferðir sem gjarnan eru þó fremur kenndar við alræmdan áróðurssnilling, sem trylti ráðvanda menningarþjóð í sjálfu hjarta Evrópu um miðja síðustu öld, líkt og frægt er orðið.

Til örstuttrar upprifjunar um núverandi ástand á Íslandi má segja að eftir að "Aðalverktakar" þjóðarinnar höfðu skipt með sér öllum helstu fyrirtækjum og stærstu bönkum landsins meðtöldum og fært herfangið í hendur vina og vandamanna, þá spilaði misjafn frændgarðurinn illa fengnum auðnum hratt og örugglega til "fjandans" - ef svo mætti að orði komast, þó svo í sárabætur kæmi forsætisráðherra klökkur í sjónvarp og lýsti blessun Drottins yfir heilagri verðtryggingu á innistæðunum útvaldra auðmanna í rústum föllnu bankanna.

Sú áróðurstækni sem fylgdi í kjölfar hrunsins og er nú beitt miskunarlaust gegn innanríkisráðherra er aðeins grein af sama meiði og hófst með "útsetningu" og stjórn búsáhaldabyltingarinnar og í beinu framhaldi af "glæpsamlegri" ríkisábyrgð til útgáfu málgagns spunameistara evrókrata, Fréttablaðsins, sem síðan hefur leynt og ljóst rekið kosningaáróður fyrir tilbúna leiðitama stjórnmálaflokka, með vinsælustu leikara og skemmtikrafta í öllum oddasætum, auk þess sem lagt hefur verið ítrekað til atlögu gegn fjárhagslegu sjálfstæði og auðlinda þjóðarinnar, með því að styðja þann illa málstað, að láta ríkissjóð axla ófærar skuldbindingar ICESAVE, svo ekki sé minnst á ófínni aðferðir á borð við hagræðingu og tilbúning þegar það hentar.

Hvað örlög Hönnu Birnu varðar, þá álít ég þó að farið hafi fé betra, því vafasamir flugvallarsamningar hennar, auk hiklausrar beitingar sérsveita lögreglu gegn hraunavinum á borð við hinn eina sanna Ómar Ragnarsson eru embættisgjörningar sem lykta langar leiðir af spillingu og hagsmunagæslu og ekki til þess fallnir að vekja samúð með örlögum "geitarinnar"


mbl.is Tryggvi og Hanna Birna boðuð á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér Jónatan, það held ég að sé alveg ljóst að Hanna Birna hefur tæplega nokkurn tímann velt fyrir sér áhrifum hegðunar sinnar á flokkinn sinn eða heilbrigði stjórnmála yfirleitt heldur bara sína eigin hagsmuni, setið skal meðan sætt er. kv. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 13:58

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján

Ég má til með að láta það fylgja með, að mér finnst sjálft tilefni lekans bæði klént og þunnt, þó auðvitað liggi ljóst fyrir að Hanna Birna verði að axla fulla ábyrgð á óheilyndum hennar eigin útvalins aðstoðarmanns.

Jónatan Karlsson, 16.11.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband