8.11.2014 | 12:23
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson beittur einelti af Agli Helgasyni.
Eftirfarandi kveinstafir eru teknir beint af bloggi fórnarlambsins:
"Eins og tryggir lesendur þessa bloggs hafa líklega tekið eftir, hef ég undanfarið verið í öngum mínum yfir því að geta ekki gert stakar athugasemdir við skoðanir annarra Íslendinga á Eyjan.is"
Ég hef skrifað og spurt forsvarsmenn þar, hverju sæti og hvort þeir geti ekki látið mig vita, hvaða boðorð ég hafi brotið til að vera settur út af sakramentinu á svo voðalegan hátt"
Ástæða þess að ég skrifa þessa færslu hér, í stað kurteislegrar athugasemdar til hans sjálfs er sú, að ég er einn af þeim sem geta ekki skrifað athugasemdir við bloggfærslur VÖV vegna þess að allt sem kemur úr tölvu minni er sjálfkrafa ritskoðað og útilokað og það svo ótrúlega sem það kann að hljóma, af engum öðrum en veslingnum útskúfaða í eigin persónu.
Vilhjálmur er að eðlisfari, einstaklega orðljótur og að því virðist bæði rætinn og hefnigjarn, opinberar þó í þessari viðkvæmni og sjálfsvorkun allri, að honum er ekki alls varnað og er það því einlæg ósk mín að Egill sjái aumur á þessum iðrandi syndara og opni faðm sinn fyrir honum og veiti honum aðgengi í dýrðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.