Ágætis byrjun

Svikabrigsl og útúrsnúningar eru eitt helsta umfjöllunarefnið í fjölmiðla umræðunni hér í bananalýðveldinu, rétt eins og þessi ágreiningur SÍ og bankamógúlsins fyrrverandi ber ljósan vott um.

Þetta þreytandi kjaftæði og gagnkvæmar ásakanir taka engan endi fyrr en síendurtekin slagorð og fyrirheit flestra flokka í aðdraganda allra kosninga verða efnd, en ekki jafnóðum svikin, eins og raun ber aftur og ítrekað vitni, en þar er ég auðvitað að rifja upp kosningaloforðið góða: "ALLT UPP Á BORÐIÐ"

Nú eru liðin nánast sex ár frá hruni íslensku fjármála svikaqmyllunar og enn er símtali Geirs Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra haldið leyndu fyrir þjóðinni, en eins og flestir muna þá var það einmitt í kjölfar þess samtals að Seðlabanki Íslands afhenti forráðamönnum Kaupþings allan gjaldeyrisforða þjóðarinnar, eða u.þ.b. 500 milljónir evra til frjálsra afnota - að því virðist.

Spillingin og hagsmunagæslan hér á Íslandi er enn jafn ofboðsleg, en til að höggva á rammgerðan hnút einkavinavæðingar og þöggunar, þá væri opinberun þessa afdrifaríka símtals strax stórt skref í rétta átt.


mbl.is SÍ sakar Hreiðar um ósannsögli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband