Smá upprifjun fyrir vakandi lesendur og dofna blaðamenn:

Ég læt í lok þessarar færslu minnar fylgja með nokkura daga gamla frétt, sem greinilega er þegar kominn í "glemmebogen" eins og Danir myndu orða það.

Það er annars alveg ótrúlegt að ekki skuli hér á síðum blaðsins, vera fjallað frekar um sögu þessa stórbrottna (glæpa)fyrirtækis, allavega frá því að Capasent Gallup setti 60 milljarða verðmiða á fyrirtækið og sparisjóðsstjórinn og frú, auk annara innvígðra seldu öll hlutabréfin sín áður en SPRON kom á opinn hlutabréfa markað og 16 milljarða raunvirði sparisjóðsins kom í ljós - og alveg til þess tíma að fyrrverandi ríkissaksóknari lokaði rannsókn málsins og sagði í kjölfarið af sér - auðvitað fyrir einskæra tilviljun?

Annað óskylt mál liggur nú augljóslega óáreitt í friði og grafarþögn, en það er auðvitað nafnalisti Íslendinganna sem eiga milljarðanna sína í skattaskjólum erlendis, en það kemur víst ekki heldur á óvart.


FRÉTT mbl.is:

"Áhættu upp á tvo milljarða króna var velt af VÍS og yfir á SPRON, með láni sem sparisjóðsstjórinn og fjórir stjórnarmenn SPRON hafa verið ákærðir fyrir. Þetta kemur fram í ákæru sérstaks saksóknara.
Tveggja milljarða króna lán sem SPRON veitti Exista viku fyrir hrun er eina lánið sem stjórn sparisjóðsins samþykkkti á árunum 2007-8, samkvæmt ákærunni, sem var birt opinberlega í dag. Þar segir að sakborningarnir hafi haft umboð til að veita lánið en þeir hafi misnotað umboðið því ekki hafi verið farið að reglum sjóðsins. Varúðar hafi ekki verið gætt og tryggingar ekki teknar.
Exista hafði tæpum tveimur vikum áður fengið lán hjá dótturfélagi sínu, VÍS, upp á fjóra milljarða króna. 30. september endurgreiddi Exista lánið en samkvæmt ákæru fjármagnaði Exista endurgreiðsluna að hálfu með SPRON-láninu sem ákært er fyrir. En þennan sama dag lánaði VÍS SPRON tvo milljarða, sem voru notaðir til að fjármagna lánið til Exista. Þannig segir saksóknari að tveggja milljarða króna áhættu hafi verið velt af VÍS og yfir á SPRON, sem síðar hafi setið uppi með tjónið.
Sem dæmi um tengslin milli SPRON, Exista og VÍS á þessum tíma var annar tveggja forstjóra Exista stjórnarformaður SPRON en hann vék af stjórarfundinum og er ekki ákærður. Báðir forstjórar Exista sátu í stjórn dótturfélagsins VÍS. Jafnframt átti sparissjóðsstjóri SPRON hlutabréf í Exista, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um sparisjóðina"


mbl.is Staða Rannveigar rædd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það var talað um þetta   SPRON mál á Útvarpi Sögu  .   Þegar Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson    voru með þátt þar ca. 2007.  Furðulegt mál  salan á SPRON og munurinn á verðmati Capasent Gallups á Sparisjóðnum og verðsins sem fékkst  svo fyrir hann.

Hörður Halldórsson, 21.10.2014 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband