11.10.2014 | 10:03
Sóttkví?
Þegar gæludýr eru flutt til Íslands, þá eru þau sett í margra vikna sóttkví á einangraðan stað, oftast út í Hrísey - að mig minnir.
Er nú ekki full ástæða að lýsa þessi þrjú lönd, þar sem Ebólan geysar sem eina stóra sóttkví og takast á við sjúkdóminn innan landamæra þeirra, t.d. með því að deila þessum löndum niður í sífelt smærri einingar, sem smám saman leiddu vonandi til þess að sýktu tilfellin sameinuðust á æ minni einangruðum svæðum.
Ég gæti best trúað að nágranaríki þessara landa væru reiðubúin að gæta landamæranna með ákveðnum hætti, því þetta væri sannarlega í þágu hagsmuna þeirra, auk þess að auðvitað yrðu allir sem ferðuðust fljúgandi eða siglandi frá þessum sýktu svæðum að byrja í öryggis einangrunarvist, til að fyrirbyggja minnstu hættu á dreifingu veirunar út fyrir sóttkvína - NEMA AÐ ÞAÐ SÉ MEININGIN!
![]() |
Ótti heimsins við ebólu eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.