25.8.2014 | 01:16
Margt smátt...
Ég hætti öllum viðskiptum við N1, þegar Bjarni Ben réði Kristján Arason í væna stöðu hjá sér, þegar hann réði þar ríkjum og ég hætti sömuleiðis að láta sjá mig hjá Nettó í Mjódd, eftir að þeir ráku fatlaða kerrustrákinn vegna þess að hann féll ekki alveg að nýju ímyndinni.
Og nú kaupi ég heldur ekki fleiri Egils Gull frá Ölgerðinni - Punktur
Sprenging í sölu á Føroya-Gulli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Jónatan - æfinlega !
Ánægjulegt að sjá - að enn megi finna fólk eins og þig: sem vill vera sjálfu sér samkvæmt / í orðum sem gjörðum.
Manni liggur við klígju - (er reyndar: með hana) yfir dýrkuninni og dekri margra spjall collega okkar hér: á Mbl. vefnum - gagnvart þessum uppskafningum sem við völdum tóku hér Vorið 2013 / eftir afspyrnu ömurlegt tímabil Jóhönnu og Steingríms.
Ég hélt - um hríð að minnsta kosti: að menn vildu vera sér samkvæmir - þegar löngu var ljóst:: að EKKERT breyttist hér til batnaðar - við valdatöku ruzlaranna núverandi / sem á daginn kom.
Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.