4.8.2014 | 11:30
"Guð" hjálpi þeim
Það er líklega erfitt að halda því fram að Hamas hafi náð að brjóta vopnahléð, þar sem það var varla hafið þegar F-16 orustuþotur Ísraelhers sendu banvæn flugskeyti sín enn og aftur á útrýmingarbúðirnar.
Sprengikraftur hvers og eins skeytis F - 16 vélanna er líklega öflugari og banvænni, en allar þær rakettur samtals, sem skotið hefur verið frá Gaza frá upphafi, því sprengihleðslur í málmhólkunum eru u.þ.b. engar og þ.a.l. er hægt að safna þessum heimasmíðuðu rakettum eftir "lendingu" og hafa þær til sýnis í "statívum" fyrir gesti og gangandi, svona 15 -20 stykki í hverju setti.
Þeir eru óhuggulegir málpípur Zionistana á sjónvarpsstöðinni Omega. Ég horfðiu á þá tvo í gærkvöldi réttlæta þetta hræðilega þjóðarmorð á Gaza fullum fetum. Það var ekki annað að heyra en að aumingja gyðingunum stæði svo mikil ógn af þessum börnum, að þeir yrðu bara að slátra þeim og það því auðvitað bara í sjálfsvörn, því allir hötuðu gyðinga, og síðan fylgdi auðvitað einhver tilvitnun og áminning um að bráðum væri von á "Friðarhöfðingjanum" líklega þeim sama og gyðingar kalla "Messías" og undirstrika auðvitað enn og aftur með þeim orðum, afneitun þeirra á leiðtoga allra kristinna manna, líkt og forðum.
Fyrir alla þá sem eru í vafa um afstöðu sína og hafa áhuga á að kynnast öðrum sjónarmiðum en þeim sem eru borin á borð á Omega, þá get ég nefnt gyðinginn "David Cole" og breska sagnfræðinginn "David Irving" sem báða hægt er að "googla" eða finna á "youtube" en þeirra skoðanir eiga ekki upp á pallborð ríkjandi viðhorfa, án þess að ég vilji taka frekari afstöðu til skoðana þeirra - heldur einungis til að öll sjónarmið séu virt.
Barn lést og 30 manns særðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þú ert einn af þeim sem hafa látið afar einhliða fréttaflutning blekkja þig. Raunar er afar erfitt að tala um fréttaflutning þegar bara önnur hlið mála kemur fram. Hvaðan heldur þú að Hamas og PIJ fái sín vopn?
Öll þau vopnahlé sem samið hefur verið um hefur Hamas tekist að brjóta. Það skiptir þig sjálfsagt engu máli, er það nokkuð?
Svo er merkilegt að heyra þig gera lítið úr þessum rakettum Hamas og PIJ. Fjöldi óbreyttra borgara á Gaza hefur látið lífið vegna þeirra skeyta sem ekki ná yfir landamærin. Þeim fannst þær ekki eins ómerkilegar og þér. Yfir 100 eldflaugar frá Gaza hafa fallið innan Gaza og þ.á.m. ein sem lenti á útimarkaði nýlega og kostaði mörg mannslíf vegna þess hversu lítill sprengikrafturinn í henni var. Ísraelum var strax kennt um.
Rót þessa ófriðar virðist vera þér algerlega ókunn og er það kannski ekki skrýtið.
Tölum um mannfall á Gaza ber að taka með miklum fyrirvara enda koma þær tölur frá Hamas. Þér er sennilega alveg ókunnugt um þá rúmlega 50 íbúa Gaza sem Hamas hefur tekið af lífi frá upphafi þessara átaka. Veistu nokkuð fyrir hvað? Veistu hve margir hryðjuverkamenn hafa að líkum verið felldir?
Svo virðist þú þjást af þeirri ranghugmynd að eitthvað jafnvægi þurfi að ríkja á milli þessara aðila. Ef maður ræðst á þig reynir þú þá ekki að koma því þannig fyrir að sem fæst högg og spörk frá honum lendi á þér?
Plagar það þig ekkert að um 100x fleiri hafa fallið undanfarin ár bara í Sýrlandi? Af hverju heyrist hvorki hósti né stuna vegna þess stráfellis sem orðið hefur þar? Af hverju liggur miklu meira á að stoppa átökin við Gaza en átökin í Sýrlandi? Sérðu kannski lítið athugavert við þær þúsundir sem ISIS hefur tekið af lífi undanfarnar vikur í Írak? Af hverju skipta þessi átök svona ofsalega miklu máli?
Hér er nokkuð sem þú hafðir ekki hugmynd um:
https://www.youtube.com/watch?v=31ls3WpCmwk
Hér er annað sem þú hafðir ekki hugmynd um:
https://www.youtube.com/watch?v=KhsjpTWsMh4
Finnst þér ekkert skrýtið að mörg arabalönd skuli standa með Ísraelum í þessum átökum? Segir það þér ekki neitt?
Vilt þú ekkert tjá þig um þá aðferð Hamas og PIJ að fela sig og sín vopn á bak við óbreytta borgara? Skiptir sú aðferð kannski ekki máli?
Ertu viss um að Hamas sé að reyna að gera framtíð íbúa Gaza betri?
https://www.youtube.com/watch?v=7CrOq8gd6kQ
Hvaða skoðun hefur þú á því að um í kringum 150 börn skuli hafa látist við gerð þessara jarðgangna undanfarin ár sem notuð voru til árása á Ísrael? Telur þú Hamas vera mannúðarsamtök?
Svo væri gaman að heyra hvernig þú skilgreinir orðið þjóðarmorð. Heldur þú að Ísraelar gætu ekki flæmt alla íbúa Gaza út í sjó ef þeir vildu? Af hverju heldur þú að þeir geri það ekki?
Skiptir það þig ekki máli að Ísraelar fóru frá Gaza árið 2005 og síðan þá hefur yfir 13000 eldflaugum verið skotið þaðan á Ísrael eftir að þeir fóru. Sérð þú ekkert athugavert við þær árásir? Er allt þarna Ísraelum að kenna?
Ummæli þín um þessar "rakettur" hryðjuverkamannanna þarna sýna vel hve illa þú ert að þér í þessu máli :-(
Helgi (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 13:44
Já, satt segir þú, þegar kemur að einhliða fréttaflutningi, nema hvað ég er hræddur um að þú sért sá sem sérð bara aðra hlið málsins, því að í lok hvers þessara þriggja myndbanda, sem voru aðalega viðtöl við gyðinga um eigið ágæti og góðmennsku, með himinháan aðskilnaðarmúrinn í baksýn - Þá brá fyrir nafni framleiðanda myndbandanna, en sá var enginn annar en "ISRAEL DEFENSE FORCES" og ef þú tekur mark á þannig heimildum, þá er nú eitthvað meira en lítið að.
Hvað með þig? Gafst þú þér þá sömuleiðis tíma til að meta þetta hörmungar ástand út frá skoðunum þeirra Davids Cole og Davids Irving, eins og ég stakk upp á sem mótvægi við óhuggulegum einhliða áróðri "trúboðana" á Omega
Jónatan Karlsson, 4.8.2014 kl. 17:28
Sæll.
Ég hef séð báðar hliðar málsins vegna þess að ég les auðvitað fréttir hérlendis af þessum átökum. Það sem ég geri hins vegar er að kynna mér báðar hliðar. Þegar menn eru búnir að kynna sér báðar hliðar geta menn síðan dregið þær ályktanir sem þeir vilja. Þú segir í lok þinnar hugleiðingar að þú viljir að öll sjónarmið séu virt. Fylgir þú eigin ráðum?
Hefur þú heyrt talað um Pallywood?
http://www.thomaswictor.com/fake-atrocity-video-from-gaza/
Ef þú vilt meina að Ísraelar séu að ljúga er eðlilegt að þú tilgreinir hverju þeir ljúga. Þú getur ekki bara fullyrt út i loftið að þetta sé allt saman ósatt hjá þeim. Hvað er það sem er rangt hjá þeim í þessum videoum sem ég nefndi?
Ég hef ekki horft á Omega árum saman þannig að ég missti af þessari umfjöllun sem þú nefnir.
Aðskilnaðarmúrinn, sem þú nefnir svo, var reistur til að koma í veg fyrir sjálfsmorðssprengjuárásir og hefur hann virkað. Enn eitt dæmið um það hve illa þú ert að þér.
Annars svarar þú ekki þeim spurningum sem ég beini til þín að ofan. Hvers vegna? Er það vegna þess að með því að svara þeim spurningum heiðarlega koma verulegar sprungur í þinn málflutning?
Nokkru áður en núverandi átök brutust út var gerð skoðanakönnun meðal íbúa Gaza. Í henni kemur margt áhugavert fram og m.a. það að um 70% íbúa Gaza vilja bætt samskipti við Ísrael. Hvað segir sú útkoma þér?
Veist þú hvað stendur m.a. í stofnsáttmála Hamas?
Varanlegan frið þarf þarna, ekki mislöng vopnahlé. Íbúar Gaza eiga skilið betra líf en stjórnendur Gaza eru færir um að veita þegnum sínum.
Helgi (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.