7000 skrifuðu undir

Illugi Jökulsson stóð fyrir umræddri undirskriftasöfnun, sem ég t.a.m. heyrði lauslega nefnda í frétt hér á mbl.is, án frekara aðgengis "link" að undirskriftasíðunni, líkt og venjan er þegar um almennar undirskriftasafnanir er að ræða. Ég "googlaði" nafn Illuga og gat þannig eftir krókaleiðum undirritað þessa áskorun til samvisku þjóðkjörinna þingmanna okkar.
Ef mbl.is og aðrir fjölmiðlar hefðu kynnt þessa undirskriftasöfnun "eðlilega" og almenningi gefin örlítill tími (t.d. 7 - 10 daga) til að koma nafni sínu áleiðis, þá hefðu þessar undirskriftir auðvitað verið margfalt fleirri.

Það er síðan auðvitað til umhugsunar að sjá aðila, sem þykjast vera boðberar kristinar trúar, en verja síðan í ræðu og riti morð og illvirki Ísraelsmanna á varnarlausu fólkinu á Gaza.
Þessi " kristni" sem kynnt er undir gunnfána Ísraels í stað krossins var fyrirséð og kemur því ekki á óvart, fremur en uppfylling orðana sem féllu, þegar tjaldið rifnaði á leiðinni á Golgata.


mbl.is Tyrfinn vígvöllur formlegheitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband