24.6.2014 | 12:37
Er Mbl alltaf síðast með fréttirnar?
Helsta erlenda frétt dagsins á mbl.is og væntanlega þá líka blaðinu sjálfu úr heimspólitíkinni er hér kl hálf sjö að morgni sú að John Kerry sé kominn til Bagdahd til viðræðna við ráðamenn og trúarleiðtogaoga. Sunni skæruliðar hafi líka lagt undir sig stærstu olíuhreinsunarstöð landsins.
Reyndar er mið nótt vestanhafs af þeirri einföldu ástæðu að jörðin snýst og "jarðlingar" því á mismunandi tímabeltum. Blaðamenn leiðandi fréttarisa á borð við mbl. eiga ekki að stilla fréttafluttning sinn eftir morgunfréttum bandarískra stórblaða, því þær eru orðnar úreltar þegar blaðamenn vestanhafs loks hafa drukkið morgunkaffið.
Nú er það t.a.m. höfuðfrétt víðast annarstaðar á kúlunni að einmitt þessi sami John Kerry var réttilega í gær í Bagdahd, en er í dag staddur í norður Írak, væntanlega í viðræðum við leiðtoga Kúrda og leiðtoga súnní, jafnvel ISIS?
Aðrar heimsfréttir sem ekki hafa enn komist eftir þessum krókaleiðum í gegnum nálaraugu bandarískra "fjölmiðlayfirvalda" eru auðvitað fáranlegir dómar egypskra yfirvalda á t.a.m. erlendum blaðamönnum, auk allra annara dóma þessara kvistlinga sem fara með völdin þar í landi, sem ekki er minnst einu orði á hér t.a.m. ofl. ofl.
![]() |
Hafa náð stærstu olíuhreinsunarstöðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.