Gnarrinn kveður

Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti nú að varast að kasta grjóti úr glerhúsi sínu. Hún er einmitt sjálf ágætt dæmi um slægan stjórnmálamann sem tekist hefur með framgöngu sinni allri að stórskaða flokk sinn, reyndar sem önnur fiðla undir enn umdeildari formanni.

Jón Gnarr stígur aftur á móti hnarreistur niður af sviðinu og það svo augljóslega með pálmann í höndum sér, að sá sem ekki sér það hlýtur að vera blindur.

Rykfallnir efstu menn á borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins, sem að því virðist skilja aðeins eftir sig tóm launaumslögin í borgarstjórn Reykjavíkur eiga auðvitað að sjá sóma sinn í að stíga til hliðar og Halldór gerði réttast í að halda á önnur mið, t.d. til Keflavíkur.

Um S Björn og hrakfarir hans sem stjórnmálaleiðtoga hef ég aðeins það eitt að segja, að ég vona hans vegna að fyrrum leiðtogi og fyrirmynd hans, Jón Gnarr hafi pláss fyrir jákvæðan aðstoðarmann á nýjum vettfangi.


mbl.is Úrslitin mikið áfall fyrir Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Slakan stjórnmálamann, en ekki slægan - átti það nú að vera.

Jónatan Karlsson, 2.6.2014 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband