27.5.2014 | 02:17
Einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Ef ríkja á einhverskonar réttlæti og jöfnuður hér á landi. þá er ágætt að byrja a að ganga út frá þeirri reglu að eitt skuli yfir alla ganga.
Nú í kjölfar hrunsins eru glaumgosar fjármálafyrirtækjanna dregnir hver a fætur öðrum til ábyrgðar fyrir stórkostleg fjármála misferli, sem auðvitað í mörgum tilfellum eru ekkert annað en þjófnaðir, því að ætla að telja fórnarlömbunum trú um að góssið hafi horfið af landi brott og endað í "Money heaven" er aðeins til að bæta gráu ofan á svart.
Fangelsis, eða betrunarhúss dómar eiga einfaldlega að vera í hlutfalli við ránsfenginn og enn fremur til að koma í veg fyrir pólitíska vinargreiða dómara.
Það mætti alveg ímynda sér að fyrir afplánun í fangelsi/vinnubúðum gæti fanginn afplánað u.þ.b. 30 þúsund krónur fyrir daginn sem gera nálægt einni milljón í mánaðartekjur, sem verða að teljast nokkuð höfðingleg laun, þegar fæði, húsnæði og gæsla eru innifalin.
Þessi einföldun þýddi t.d. að veggjakrotarinn sem dæmdur væri fyrir 300 þúsunda skemmdir þyrfti að taka til hendinni með vinnuflokkum ríkisins í 10 daga og "bankaræninginn" sem uppvís yrði að hafa glatað með vítaverðri háttsemi 100 milljónum, þyrfti þá að taka til hendinni við tilfallandi störf næstu 100 mánuði.
Þessi einfalda tilhögun refsingar hefur líka þann kost í för með sér að flestir hvítflibbarnir myndu kappkosta að endurgreiða féð sem þeir voru búnir að koma í skattaskjól og sjóði út um allar jarðir til að stytta veruna í vinnubúningi ríkisins.
Vissi ekki af tveggja milljarða tapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.