Sigrar rettlætið?

Að fara fram á 5 ára fangelsisdóm fyrir stórkostlega fjármálaglæpi á borð við þessa 3.8 milljarða lánveitingu til eigin félags er blátt áfram hlægilegt.
Á hvaða plánetu býr þessi "sérstaki" saksóknari? Hann er líklega ekki sjálfur að draga fram lífið á 130 þúsund kalli í mánaðarlaun og borgandi 120 af því í húsaleigu fyrir kytruna sem hann hýrist í.

Hér á landi búa tvær þjóðir. Að mörgu leyti minnir ástandið hér á ástandið í Tibet fyrir byltingu kommúnista 1950. Hér lifa u.þ.b. 5% íbúa landsins tiltöluglega þægilegu og áhyggjulausu lífi, á meðan 95% þjóðarinnar berjast vægast sagt fyrir tilveru sinni frá degi til dags

Hér á Íslandi misstu spilltir fjárglæfra furstar stjórn á græðgisvæðingunni og bólan sprakk í kjölfar efnahagshrunsins 2008 - En hvað fylgdi? Svokölluð "vinstri" stjórn til friðþægingar fyrir lýðinn, sem auðvitað var aðeins sama ógeðs súpan, sem auðvitað stóð vörðinn um hagsmuni hinna fáu, sem áttu verðtryggðu eignirnar á hreinu, þrátt fyrir allt.

Það má að mörgu leyti líkja olíuríkjunum Nígeríu og Noregi saman, nema hvað Norðmenn standa saman um hagsmuni hvers annars, á meðan aðeins ðrfáar fjðlskyldur í Nígeríu velta sér upp úr olíuauðnum á meðan almenningur sveltur og treystir t.d. á þónaraðstoð frá almenningi á vesturlöndum eins og t.a.m. almenningi á Íslandi, þar sem rausnarleg stjórnvöld skuldsetja almenning með fölsku brosi á vör, og það auðvitað með lánum úr alþjóðlegum bönkum, og jafnvel í meirihluta eigu nígerísku olíufurstana sjálfra.

Það er ótrúlegt hvað almenningur hér, eða þessi u.þ.b. 95% íslensku þjóðarinnar lætur bjóða sér. Er ekki að verða tími til kominn að fara að taka af okkur silkihanskana og syna járnklærnar?


mbl.is Ekkert var uppfyllt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Í mínum huga heitir umræddur fjármálagjörningur þessara hýena ekkert annað en þjófnaður!

corvus corax, 28.5.2014 kl. 13:21

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er staddur í Kína um þessar mundir og dáist satt best að segja að mörgu hér. Ýmislegt sem var lengi svo þreytandi, eins og þrifnaður á opinberum stöðum, er nú líkt og flest annað orðið fetinu framar okkur á vesturlöndum og sér í lagi horfast kínverjar í augu við vandamál spillingar og vaxandi bils milli fátækra og ríkra. fyrir utan alla mengun og önnur tímans tákn.

Hér eru reyndar strangir dómar og dauðarefsingar við lýði, þó þær jafnist ekki á við beitingu þeirra í arabaríkjunm eða í okkar dáða fyrirmyndarríki USA, allavega í prósentum talið og hér eru jafnvel allra grófustu fjárglæfra glæpamenn dæmdir til dauða, ef svo ber undir.

Hér virðast borgararnir einfaldlega, ungir sem aldnir standa saman um að stefna á betri framtíð og get ég ekki betur séð en að þeir muni, með þessu áframhaldi verða öflugasta "superpower" á jörðnni fyrr en yfir lýkur.

Jónatan Karlsson, 28.5.2014 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband