Verðbolga og spilling

Það er auðvitað gleðiefni að grunnskólakennarar gleðjist yfir bættum launakjörum, en hreint stórfurðulegt að hvergi skuli koma fram í greininni hve launahækkunin er mikil. Brosandi andlit meðlima þessara þrýstihópa sem geta tekið aðra þjóðfélagshópa í gíslingu og það auðvitað helst börn og sjúklinga, bera með sér að eigingjarnar og miskunarlausar aðferðirnar við að olmboga sig framar í röð starfandi fólks á þessu litla landi hafa borið ríkulegan árangur.

Hófsöm og ábyrg launahækkun þorra alþýðu hjá stærstu verkalýðssamtökum þjóðarinnar fauk út í veður og vind, strax við höfðinglegar launahækkanir framhldsskólakennara, sem fyrstir riðu á vaðið og bera linkuleg stjórnvöld, með Illuga Gunnarsson í fararbroddi auðvitað fulla ábyrgð á þeirri skriðu sem þar fór af stað og ekki sér fyrir endann á.

Auðvitað lá það í augum uppi að sérhagsmunahóparnir myndu reyna sitt ítrasta með öllum tiltækum ráðum að komast framar í goggunarröðinni, en einmitt í upphafi var nauðsynlegt fyrir stjórnvöld vera föst fyrir og gefa ekki eftir óraunhæfum kaupkröfum framhaldsskólakennara, burtséð frá öllum þumalskrúfum.

Illugi og félagar hans hljóta nú að búa sig undir að veita láglauna stéttum þjóðarinnar sambærilegar launahækkanir og áðurnefndum þrýstihópum, þegar 2,8% "þjóðarsáttin" til eins árs rennur út.Það nægir ekki að halda kaphækkunum þrýstihópa leyndum og vona að lýðurinn gleymi þeim bara, auk þess sem stórfelldar kauphækkanir og önnur hlunnindi til æðstu ráðamanna eru alltaf gjörsamlega ólýðandi.


mbl.is Nýr kjarasamningur markar tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband