Meistarar spunans?


Í tilefni umfjöllunar BBC á svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þá endurbirti ég hér bloggfærslu sem ég skrifaði skömmu eftir andlát eins af illræmdustu glæpamönnum Íslandssögunar, til þess eins að minnast og halda nöfnum helstu höfunda farsans á lofti:

"Ég hef á undanförnum vikum, eða síðan Sævar Marinó Ciesielski lést þreki þorrinn af slysförum í Kaupmannahöfn rifjað upp þau sviðsettu skrípalæti sem kölluð eru rannsókn og niðurstaða Guðmundar - og Geirfinnsmála. Eftir þann lestur álít ég það ljóst að gefin atburðarrás í Guðmundarmáli er fjarstæða og stenst engan veginn og hvað varðar endanlega útgáfu á frásögn ransóknaraðila á hvarfi Geirfinns Einarssonar, þá standa eftir fleirri spurningar en svör.
Eftir þennan lestur er að mínu mati nokkuð augljóst að dæmdir og ærusviptir sakborningar í þessum "sakamálum" eru í það minnsta saklaus af alvarlegustu ákærunum gegn þeim en eftir standa að því virðist ósvaraðar spurningar um upprunalegar Keflavíkur fléttur og hugmyndir m.a. þeirra Hauks Guðmundssonar rannsóknarlögreglumanns og Valtýs Sigurðssonar fulltrúa og síðar ríkissaksóknara.
Aðrir óskiljanlegir og að mínu mati, nánast grunsamlega hugmyndaríkir "lagana verðir" eru t.a.m. Örn Höskuldsson ransóknardómari og E.N. Bjarnason lögreglumaður sem virðist vera einn frjóasti skýrsluritari eða"spunameistari" margra fyrstu skýrslna sakborninga í Geirfinsmálinu í janúar 1976, eins og kemur fram á gögnum málsins.
Að lokum vil ég minna á þeir fangaverðir sem sannarlega beittu úttaugaða fangana í Síðumúla fangelsinu harðræði og ýmisskonar áþján í einangrununni, jafnvel svo árum skipti til að ná fram játningum, eru sannarlega sekir um glæpi,auk þess sem fleirri nafngefnir lögreglu og embættismenn hafa auðsjáanlega farið á svig við lög og/eða réttlæti og verðskulda bágt fyrir. Þessi skammarblettur á íslensku réttarfari er aðgengilegur á greinargóðum vef Tryggva Hübner, mál 214 (www.mal214.com) Ég hvet þig lesandi góður að skoða þessar aðgengilegu skýrslur og vonandi komast að annari og jákvæðari niðurstöðu um íslenskt réttarfar en ég gerði að lestri loknum"


mbl.is „Ég viðurkenndi að hafa drepið Geirfinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband