21.4.2014 | 14:37
Hver getur gleypt flugvél?
Það verður með degi hverjum æ augljósara að malasísk yfirvöld og það nær örugglega í samvinnu við bandarísk yfirvöld, lúra á sannleikanum um afdrif flugs, MH370
Fyrir áhugasama efasemdarmenn er upplagt að byrja á að opna og skoða eftirfarandi síðu: www.flightradar24.com
Það er auðvitað deginum ljósara, að samstundis og sambandið rofnar við flugvél, svo ekki sé talað um áætlunarflugvél risa flugfélags, þá fer allt á fulla ferð. Allar skýringar í líkingu við kveðjur á borð við: "all is well - good night" eða eitthvað í þeim dúr áður en vélin hverfur síðan af ratsjá malasískrar flugumferðarstjórnar eru blátt áfram hlægilegar.
Ef þú opnar "google earth" og slærð inn "Diego Garcia" þá birtist bandarískur herflugvöllur á Indlandshafi með u.þ.b. 15 sjáanlegum risa sprengiþotum í viðbragðsstöðu, en engum sjáanlegum orustuþotum, sem bendir þá til þess að þær leynist í einhverskonar felu flugskýlum, því þær hljóta að vera þarna líka.
Ég er ekki endilega að halda fram að flug MH370 og farþegar og áhöfn, lifandi eða látin, séu falin í flugskýli á einhverri bandarískri herstöð, en ég er alveg viss um að flugumferðarstjórar og ratsjárverðir allra herstöðva á borð við "Diego Garcia" hafa fylgst grant með þessari "dæmdu" flugvél með öllum tiltækum ráðum, eða nánar tiltekið a.m.k.frá því augnabliki sem hún varð "grunsamleg" eða "möguleg ógn" og þögn þeirra sanni því einungis að þeir sjálfir hafi óhreint mjöl í pokahorninu.
Sjórinn getur ekki gleypt flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.