Loksins, loksins

Loksins er komið að því að þetta ljóta mál hafi náð athygli erlendra fjölmiðla.

Það er tímabært að hin raunverulegu fórnarlömb þessa glæps hljóti uppreisn æru og fullar bætur og óþokkarnir og handbendi þeirra verði dregnir fram í dagsljósið og hljóti makleg málagjöld.

Yfirvöld dóms- og laga á Íslandi verða einfaldlega að axla ábyrgð, því ella munu þau sannarlega aldrei njóta nauðsynlegs trausts og virðingar, eða svo lengi sem þau halda hlífiskildi yfir hinum raunverulegu óþokkum þessa máls.

Ég vil spá því að rannsóknarniðurstöður bresku fjölmiðlamannana hafi víðtæk áhrif og afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir marga sem hafa notið öryggis í skjóli yfirvalda um langan aldur.

Fyrir alla sem vilja kynna sér þetta augljósa hneyksli og dómsmorð frekar, þá má nálgast frekari upplýsingar hér: www.mal214.com


mbl.is BBC rannsakar íslenskt sakamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan, ég man þegar þessi ósköp gengu yfir, þjóðfélagið var allt einhvernveginn bullandi meðvirkt og fjölmiðlarnir og ekki síst Ríkissjónvarpið kynntu undir, aldrei man ég til þess að fjölmiðlar væru eitthvað að velta fyrir sér réttindum þessa fólks sem þarna átti hlut að máli. Ólafur heitinn Jóhannesson kom einhvertímann fram í sjónvarpi og viðraði þar efasemdir sínar um að verið væri að fara rétt að málum, menn kölluðu hann glæpaforingja og þaðan af verra fyrir þetta það væri sko einhver maðkur í mysunni. Þjófélagið öskraði á að þetta fólk sem þarna átti hlut að máli fengi makleg málagjöld, dómarar götunnar voru búnir að kveða upp sinn dóm þeir vildi hefnd. í skjóli alls þessa viðgekkst þessi skepnuskapur. kv.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 16:39

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Kristján.

Ég man líka vel eftir látlausum æsifréttum fjölmiðlana og hver skyldi nú helst hafa matað þá á kræsingum úr Síðumúlafangelsinu?

Mig hlakkar satt best að segja til að sjá hvað á eftir að skríða fram í dagsljósið, þegar bresku rannsóknarblaðamennirnir taka til við að velta um mosagrónum bautasteinum þessa ömurlega skrípaleiks.

Jónatan Karlsson, 29.3.2014 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband