4.3.2014 | 22:02
Dagur á leið í landsmálin?
Enn og aftur má sjá hver hinn raunverulegi borgarstjóri Reykjavíkur er.
Hér reiðir Dagur hátt til höggs yfir framtíð Vatnsmýrarinnar og líkir um leið byggingaráformunum við við evrópskar borgir. Hann nefnir þó ekki samanburðin við verðlag í evrópskum auðmannahverfum miðsvæðis í höfuðborgum, en auðvitað eru líka til efnaðir foreldrar námsmanna hér á landi, sem ávalt eru reiðubúnir að fjárfesta í skynsamlegri fasteign.
Hvað uppbyggingu og eyðileggingu í Vatnsmýri varðar, þá er ég undrun lostinn yfir þögn og samþykki umhverfisyfirvalda og allra þeirra er bera votlendi og lífríki borgarinnar og reyndar landsins alls fyrir brjósti, en það er önnur og lengri umræða.
Nú eru dagar Jóns Gnarr í embætti brátt taldir, en maður kemur í manns stað. Í kynningarfundi á stöð 2. birtist staðgengill borgarstjóra í skýrri nærmynd með hljóði. Þegar leið á þáttin sannfærðist ég smám saman um, að hinn dularfulli herra S, er í raun og veru enginn annar en galgopinn Jón Gnarr sjálfur í dulargerfi.
Og talandi um tvífara stórmenna, þá er einmitt helsta ástæða ályktunar minnar um að Dagur gangi hálf munaðarlausri Samfylkingunni í föðurstað og snúi sér heilshugar að Evróputrúboðinu, einmitt sú tilviljun að maðurinn í fimmta sæti listans er sömuleiðis eins og klipptur út úr nefi Dags, hvort sem það er hrein tilviljun eða skipulagt herbragð.
Líkir Hlíðarenda við evrópskar borgir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.