Rólegur, rökfastur og á réttri leið.

Það var ánægjulegt að sjá Bjarna Ben. rólegan og rökfastan hjá æstum Helga Seljan í Kastljósi kvöldsins.
Mergurinn málflutnings hans var einfaldlega:

"RANGLEGA STOFNAÐ TIL UMSÓKNARINNAR Í EVRÓPUSAMBANDIÐ OG TÍMABÆRT AÐ LEIÐRÉTTA ÞAÐ"

Ég, persónulega á bágt með að skilja þá, sem ekki geta fallist á, að eini rökrétti tímin til að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í þetta umdeilda bandalag, er auðvitað áður en sótt er um inngöngu. Allt annað er auðvitað fásinna og "fruntagangur" eins og formansnefna eina stjórnmálaflokksins sem hefur ESB aðild beinlínis á stefnuskrá sinni komst að orði um þessa mjög svo tímabæru aðgerð Ríkisstjórnarinnar.

Hvað "fjölmenn" mótmælin varðar, þá minntu þau mig svolítið á sorglega uppákomuna, þegar útgerðarmenn sendu áhafnir og fjölskyldur þeirra á Austurvöll til að mótmæla veiðileyfagjaldinu. Það kom nefnilega fram (líklega óvart) í fréttatíma sjónvarps, að nokkur ónefnd fyrirtæki hefðu hreinlega gefið starfsfólki sínu "frí" til að mæta.


mbl.is Ranglega stofnað til málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 21:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Jónatan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 21:50

3 identicon

Mér þykir þú ekki gera miklar kröfur um rökfestu. Er hægt að réttlæta rangindi með því að benda á önnur rangindi? Það telst seint vera mikil rökfesta.

Ragnar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 22:03

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ef þú skilur þetta ekki Ragnar, þá get ég því miður ekki hjálpað þér neitt frekar, en gangi þér vel.

Jónatan Karlsson, 24.2.2014 kl. 22:18

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loksins sagði Bjarni eitthvað sem ég get verið sammála.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 23:36

6 identicon

Ég skil þetta ágætlega. Mér þykir bara stjórnarliðar núna vera ansi gjarnir á að réttlæta eigin gjörðir með því að benda á að fyrrverandi stjórn hafi gert eitthvað svipað. Það er ekki góð lenska að taka það sem fyrrverandi stjórn gerði illa sér til fyrirmyndar. Hver mundi t.d. reka fyrirtæki þannig?

Ragnar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 23:55

7 identicon

Það var ánægjulegt að sjá Bjarna Ben. engjast um eins og ormur við að koma sér hjá því að svara spurningum heiðarlega hjá Helga Seljan í Kastljósi kvöldsins.
Mergurinn málflutnings hans var einfaldlega:

"FRAMSÓKN RÆÐUR ANNARS MISSI ÉG VINNUNA OG MÉR ER SKÍTSAMA UM HVAÐ ÉG SAGÐI, HVAÐ ÞJÓÐIN VILL EÐA HVAÐ HENNI ER FYRIR BESTU"

"Forsenda umsóknar væri stuðningur við inngöngu í sambandið hjá almenningi, ríkisstjórn og þingi."

Skoðanakannanir sýndu um 60% stuðning almenninga á þessum tíma.

Tillagan var samþykkt af ríkisstjórn og Alþingi þó stjórnin væri minnihlutastjórn.

Þannig að stuðningur við inngöngu í sambandið var hjá almenningi, ríkisstjórn og þingi.

Eini rökrétti tíminn til að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í þetta umdeilda bandalag, er auðvitað þegar velja skal um inngöngu eins og aðrar þjóðir hafa gert. En innræktaðir Íslendingarnir þurfa náttúrulega að gera þetta afturábak.

Jós.T. (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband