23.2.2014 | 19:40
Eðlilegt hlutfall?
Ég hef heyrt þá kenningu, að u.þ.b. 20% manna aðhyllist að lúta yfirráðum sterks stórveldis eða nágrana. Þessi brestur er væntanlega eitthvað á líkum nótum og hið svokallaða "Stokkhólms einkenni" og ætla ég ekki að fullyrða neitt frekar um hvort það er arfgengt eða áunnið.
Þessi umræddu 20% hafa ekki einungis litað sjálfstæðis baráttu okkar, heldur hefur þetta hlutfall gengið ljósum logum í gegnum mannkynssöguna, hvort heldur um var að ræða "kvistlinga" Noregs eða annara.
Nú er töluvert áberandi hópur Sjálfstæðismanna sem þráir að færa ábyrgð og völd til Brüssel, auk einhverra úr flokki Vinstri grænna sem stóðu sannarlega að lúalegri fyrri umsókn.
Það skyldi þó aldrei koma í ljós, að einmitt þessar "óöruggu" sálir að viðbættu 12% staðfestu fylgi Samfylkingar nái ekki samtals einmitt þessum illræmdu tuttugu prósentum?
Undirskriftum safnað gegn afturköllun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.