16.2.2014 | 21:27
Illa fyrirkallaður
Líklega hefur Sigmundur Davíð farið með rangan fót út úr rúminu í morgun, eins og getur komið fyrir bestu menn, eða þá að raunverulegt ástand ríkisbúskapsins er þyngra en tárum taki og hann því einfaldlega ekki í skapi til að láta Gísla Martein pirra sig með þreytandi spurningum og viðmóti.
Annað er, að þessi spjallþáttur Gísla er frekar leiðinlegur og á afleitum tíma, eða nákvæmlega á sama tíma og Sprengisandur, auk þess að álitsgjafar og viðmælendur eru að því virðist, öðru fremur helst valdir eftir kynferðinu einu saman.
![]() |
Vá. Þetta var furðulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.