Vingjarnleg löggæsla

"Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn mun ítrekað vera stöðvaður við ölvunarakstur / aka sviptur"

Þessi tilvitnun er beint úr morgunfréttunum dagsins. Þarna er aðeins verið að vitna til eins ökumanns af nokkrum sem var gripinn undir áhrifum.
Flestir þeirra sleppa þó óáreittir, því Rekjavík er nú ekki beinlínis nein New York hvað löggæslu varðar, þ.e.a.s. með sýnilega lögreglumenn á hverju horni, en vandamálið er auðvitað það helst, að þegar þessar "tifandi tímasprengjur" sem ég kalla þessa ökumenn, eru svo "óheppnir" að vera handsamaðir, þá eru handbrögð lögregluþjóna lýðveldisins einhvernveginn á þann veg, að fælingarmátturinn er augljóslega enginn, því oftar en ekki þá er hinn handtekni, daginn eftir sestur drukkinn og dópaður undir stýri á næsta ökutæki og líklega skellihlægjandi og vel upplagður til að valda stórslysi.

Það virðist útbreidd skoðun að skilningsrík og mannúðleg framkoma lögreglu gagnvart lögbrjótum sé rétta leiðin til betrunar, en ætli aðstandendur fórnarlambs margdæmds ökuníðings og ekki síst ökuníðingurinn sjálfur, geti tekið undir það, þegar skaðinn er skeður?


mbl.is Ökuníðingur braut allar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef löngum talað fyrir því, að brezka leiðin verði farin. Sá mótleikur tíðkast í Bretlandi skv. lögum og gengur út á það að bíll ökuníðingsins er umsvifalaust keyrður burt og settur í bílapressuna meðan verið er að skrifa sektarmiðann.

.

Hér á Íslandi er ekkert gert til að stöðva þessa drullusokka, þeir eru yfirheyrðir, fá sekt sem þeir aldrei borga, missa ökuréttindi sem þeim er alveg sama um og endurtaka svo leikinn næsta dag, því að þeir eru ennþá með bílinn. Engir þessara ökuníðinga fara í fangelsi nema þeir keyri á löggubíl.

.

Til þess að geta tekið bíl ökuníðingana á staðnum og eyðileggja, þarf lagabreytingu. Ef bara alþingismenn og -konur myndu nú taka puttan úr gatinu á sér og semja lög þessa efnis, þá yrði það áhrifamesta einstaka öryggisráðstöfun síðan vinstri handar akstur var tekinn upp. En ég er vonlítill um að nokkuð gerist fyrr en einhver ættingi þingmanns er drepinn af fíkli undir stýri.

.

Fyrir nokkru þegar einhver skrifaði færslu um þetta, komu hörð viðbrögð frá einhverjum sem kvartaði undan því að með brezku leiðinni væri verið að eyðileggja verðmæti, sérstaklega ef bíll fíkilsins væri nýr og dýr. Veðmæti, my ass! Þetta eru morðtæki í höndum heiladauðra vitfirringa, ekkert minna!

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 13:32

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Pétur.

Ég er nokkuð sammála þér hvað þessa bresku leið snertir, en líklega eru nú þessir "ökumenn" sem hér um ræðir oftar en ekki á stolnum bílum, eða eiga allavega mest lítið í þeim.

Af því að þú vekur máls á fjárhagslegu hliðinni, þá hef ég undanfarið lesið um dóma á lægri og hærri dómsstigum, þar sem glæpamenn af öllum toga eru dæmdir í milljóna sektir og skaðabætur af alvörugefnum og hátíðlegum dómurum, en hver skyldi nú í raun og veru eiga að borga? Hinn dæmdi? eða lífeyrissjóður dómara? - Nei, það eru nefnilega þú og ég, ásamt öðrum skattgreiðendum sem fá líklega af hreinum "mannúðarástæðum" að punga út fyrir þessa höfðingja.

Jónatan Karlsson, 16.2.2014 kl. 14:20

3 identicon

Já, bílþjófnaðir geta verið vandamál í þessu sambandi, enda á ekki að farga stolnum bílum, heldur skila þeim til réttra eigenda og síðan senda bílþjófinn í fangelsi. Þótt bílatölvur séu eiginlega bara enn eitt sem getur bilað, þá mega þær eiga það, að þær koma í veg fyrir hægt sé að þjófstarta bílum án réttra lykla (að því að ég bezt veit), þótt hægt sé að ýta þeim í gang.

.

Það er rétt að það er tilgangslaust að sekta þetta hyski. Betra að koma í veg fyrir að hyskið nái sér í ökutæki, taka þá alveg úr umferð, því að áfengis- og fíkniefnameðferð virkar ekki (ég vil samt ekki ganga svo langt, að leggja til að þeir verði tjóðraðir inni í bílnum á leið í pressuna). Og helzt að fylgjast með þeim ævilangt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband