25.1.2014 | 11:08
"Dauðaþögnin" loks rofin
Þessi bloggfærsla mín fjallar nú satt best að segja ekki um allar litlausar forsíðufréttir mbl.is, heldur frekar um æpandi þögnina um raunverulega frétt dagsins, sem hlýtur að vera úrskurður nefndar forsætisráðherra, sem skipuð var í þeim tilgangi að leggja fram áætlun um niðurfellingu verðtryggingarinnar, en er hér í þessum orðum (tveim sólarhringum síðar) loks rofin af talsmanni Landsbankans.
Niðurstaða meirihluta nefndarinnar var eitthvað á þá leið að þessi áform væru hið mesta glapræði, með þeirri undantekningu að það mætti íhuga að setja þak á verðtryggingu lífeyris- og örorkugreiðslu, en minnstu takmarkanir á verðtryggðar innistæður fjármagnseigenda myndu óhjákvæmilega leiða til kjarnorkuvetrarins - margumrædds.
Ég á erfitt með að skilja að þessi niðurstaða nefndar Sigmundar Davíðs hafi farið framhjá fréttahaukum fjölmiðlana, þ.e.a.s. Morghunblaðsins, Fréttablaðsins og RÚV. Eru allir starfandi blaðamenn á þessum fjölmiðlum börn eða bjálfar, eða þora þeir einfaldlega ekki að ganga gegn fyrirskipunum eigenda um algjöra þöggun?
Fulltrúi forsætisráðherra í "afnáms verðtryggingar nefndinni" var einn af fáum verkalýðsleiðtogum skersins, sem ekki er bæði seldur og keyptur og mögulega þess vegna skilaði hann sératkvæði, sem auðvitað hefur hvergi sést.
Það er þó ljós í myrkrinu, en það er Útvarp Saga fm 99,4 sem fjallar opinskátt um þetta klúður og auðvitað hafa t.a.m. hagfræðingarnir og Ólafarnir Arnars- og Ísleifssynir hreinlega veltst um af hlátri yfir búktalara tilburðum Seðlabanka og fjármagnseigenda þessa bananalýðveldis á þeirri sjálfstæðu, hugrökku útvarpsstöð.
Verra fyrir þá sem eru í erfiðari stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hafa nú reynar birst yfir 50 fréttir og fjölmiðaviðtöl um þetta mál á undanförnum tveimur sólarhringum. Talsmaður NBI er ekki sá fyrsti til að opna munninn.
En af því að þú minnist á Útvarp Sögu langar mig að benda þér á að þar er líka þáttur aðra hverja viku á þriðjudögum kl. 15:00, tileinkaður málefnum heimilanna. Þátturinn verður næst á dagskrá 4. febrúar og er svo aðra hverja viku á sama tíma.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2014 kl. 12:44
Sæll Guðmundur
Það er sniðugt að þú lesir stórbrotna umfjöllun helstu fjölmiðla um þetta "annað stórmál" ríkisstjórnarinnar, á sama tíma og ég velti mér upp úr hreinu agúrkusalati á síðum helstu fjölmiðla.
Þú værir þá líka kannski svo vænn að leiða mig sjóndapran trúleysingjan að sjáanlegu og læsilegu séráliti Vilhjálms Birgissonar af niðurstöðu nefndarinnar?
Jónatan Karlsson, 25.1.2014 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.