Stormur í vatnsglasi

"Það er ekki öll vitleysan eins" - Fréttamaður RÚV gerir misheppnaða tilraun til að krydda lýsingu í beinni útsendingu af handboltaleik við Austurríkismenn á Evrópumeistaramótinu í Danmörku og lætur eftirfarandi ummæli vaða:

„Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum.“ og þá varð allt vitlaust og menn krefjast ýmist áminningar eða brottreksturs fréttamannsins, hver um annan þverann.

En hvern var hinn ungi fréttamaður eiginlega að móðga? Voru það Þjóðverjar eða Austurríkismenn, eða jafnvel Íslendingar?

Það sem raunverulega gerðist þann 12. mars 1938, var að "Foringinn" ók inn í Austurríki á opinni Mercedes-Benz bifreið, fyrst til fæðingarbæjar síns, Linz og þaðan til Vínar og fylgir frásögninni orðrétt, að allsstaðar hafi honum verið fagnað af mannfjöldanum sem frelsara. Daginn eftir var ríkisstjórnin lögð niður og landamærin opnuð og landið innlimað.

Er nú rétt að erfa þennan miskilning við B.B. þó auðvitað megi segja að hann og fleirri góðir menn (sérstaklega fjölmiðla) mættu auðvitað dusta rykið af sögubókunum, áður en þeir láta ljós sitt skína opinberlega.


mbl.is Harma ummæli um Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Get ekki verið meira sammála , jú þetta er mesta fárviðri sem ég hefi vitað um að hefi átt sér stað í vatnsglasi , og margur hneykslast á þessum "ósköpum" , þeir hljóta að vera með vængi.

Hörður B Hjartarson, 21.1.2014 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband