11.1.2014 | 09:30
Áhugalausir um frekari útflutning
Ísland er matvælaframleiðsluþjóð - eða er það svo?
Helgi í Góu var í viðtali ásamt Sighvati Björgvinssyni f.v. alþingismanni á vinsælli útvarpsstöð í gær og snerist spjallið að mestu um íslensku lífeyrissjóðina, en þó bar margt annað á góma, líkt og þessi innflutningur á smjöri og öðrum landbúnaðarvörum.
Helga þótti undrum sæta að kvótar og hömlur virtust vera á þessum geira öllum, á sama tíma og hundruðir eyðibýla grotna niður, ósnertanleg með öllu.
Svona til að bæta gráu ofan á svartar útlistanir Helga á óskiljanlegu raunástandi mála í landbúnaðargeiranum, þá læt ég fljóta með svar Mjólkursamsölunar MS varðand ósk mína eftir frekari upplýsingum og kynningarefni yfir framleiðsluvörur fyrirtækisins fyrir áhugasaman innflytjenda og dreifingaraðila í Kína.
Góðan dag Jónatan.
Kærar þakkir fyrir fyrirspurn þína.
Okkar áhersla og forgangsröðun er á framleiðslu og sölu á skyri á nærmörkuðum Íslands.
Þar munum við einbeita okkur á næstu misserum og ekki leita lengra að svo stöddu.
Best regards,
Xxxxxx Xxx Xxxxxxxx
MS Iceland Dairies â—¦ Bitruhálsi 1 â—¦ 110 Reykjavík
Hluti af írska smjörinu endursendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er semsagt pláss fyrir samkeppnisaðila á þessum hluta markaðarins sem MS hefur ekki áhuga á að sinna. Það er ágætt að vita það. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að þú kaupir einhver bretti af skyri hjá þeim og seljir til Asíu.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2014 kl. 15:09
Sæll Guðmundur
Það er einhver misskilin þjóðernishyggja til staðar í mér, sem er upphaflega rót fyrirspurnarinnar um frekara kynningarefni, verð o.þ.h.
Ég burðast nefnilega yfirleitt með nokkur kíló með mér á þessar slóðir, bæði til eigin nota og gjafa.
Nú heyrist mér aftur á móti þú sjá gullið tækifæri í áhugaleysi framleiðandans á þessum fjarlægu mörkuðum, þannig að ég hvet þig sjálfan til dáða, því fyrir slunginn kaupsýslumann ætti þetta einungis að vera leikur einn.
Jónatan Karlsson, 12.1.2014 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.