Allt verður þeim að vopni

Niðurstaða prófkjörsins er óneytanlega þungur dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík kaus að sitja heima.
Sigurvegarinn var eini aðkomumaðurinn í hópnum. Hann vill reyndar viðhalda rekstri Reykjavíkurflugvallar, en sama gildir þó um flesta hina frambjóðendurna, sem flest hver þóttust nú Lilju kveðið hafa frá öndverðu.
Hvað varðar aðkomu Halldórs að blómstrandi útgerð og uppbyggingu á Ísafirði, þá er það eigi að síður stuðningur hans við aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem gerði gæfumunin.

mbl.is Halldór oddviti sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örvænting Íhaldsins í borginni er mikil. Kjósa LÍÚ "redneck" í fyrsta sætið.

Skiptir annars Núll máli, eiga engan sjans. Nóg fyrir stærsta sveitarfélag landsins að hafa spillingaröflin og peningamafíuna í ríkisstjórn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 09:05

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hvað aðkomu borgarstjóraefnisins að útgerð og uppbyggingu á Ísafirði varðar, þá átti lýsingarorðið "blómstrandi" auðvitað að vera innan gæsalappa, minnugur "Guggunar heitinar"

Jónatan Karlsson, 17.11.2013 kl. 10:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guggan skrifast reyndar á Kristján Þór Júlíusson.  Halldór er besti karl, en ekki hefur farið mikið fyrir styrkleika hans sem persónu.  Hann er reyndar mesta ljúfmenni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2013 kl. 10:45

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl verið þið Haukur og Ásthildur.

Óumdeilanlega fagna "aðildarsinnar" þessum áfanga. Það er þó óneitanlega kaldhæðnislegt að Landsfundur og meirihluti Sjálfstæðismanna, í orði kveðnu eru andsnúnir ESB hugsjóninni.

Jónatan Karlsson, 17.11.2013 kl. 11:42

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skiptir engu máli hvað borgarstjórnarfulltrúi heldur um ESB... enda hafa sveitastjórnarmenn ekkert um ESB umsóknina að segja

en þetta er hræðilegur listi og það lítur út fyrir að BF og XS mun halda áfram í RVK með tilheyrandi bruðli, skattahækkunum og skuldasöfnun. 

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2013 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband