Óvinsæl athugasemd

Það eru ekki nýjar fréttir að heróín framleiðslan í Afghanistan blómstri og dafni undir verndarvæng Bandaríkjamanna og annara NATO ríkja, m.a. okkar Íslendinga. Einu nýju fréttirnar í því samhengi eru þær að jafnvel hörðustu stuðningsmenn "vestrænnar samvinnu" draga nú óspart í land og lýsa vanþóknun sinni á þessu fyrrum leiðarljósi og verkum þeirra öllum, sem standa nú hvert á fætur öðru, svo berstrípuð frammi fyrir heimsbyggðinni gjörvallri.

Ágætt dæmi um sanna iðrun og einlæga hugljómun eru fyrrum krossfararnir og nafnarnir Jónar, annar sá er kenndur er við fálka og hinn, þingmaðurinn fyrrverandi, sá er bloggaði einmitt í gær þá ágætu færslu er um ræðir og hann nefnir: "Heróin og stríð í Afganistan"

Í frjálslyndum og jákvæðum anda gefur lögmaðurinn áhugasömum lesendum auðvitað færi á að koma með tilfallandi athugasemdir við færsluna, en þegar ég sendi eftirfarandi athugasemd, þá kom annað í ljós og um hæl birtist kuldaleg tilkynning sem hljómaði eitthvað á þá leið að athugasemdin yrði gerð lýðnum ljós þá og því aðeins ef höfundur bloggsins samþykkti hana.

Jæja, hvað um það, nú eru liðnir tíu stundir frá því að ég skrifaði athugasemdina og ég því orðin úrkula vonar um að hljóta náð fyrir ritskoðun hins einvalda síðuhafa, þannig að vanþökkuð athugasemdin, við hina ágætu færslu, fylgir því ennfremur hér og nú:

"Það er tímana tákn að öfgafullir stuðningsmenn "vestrænnar samvinnu" sjái nú hver á fætur öðrum í gegnum spuna kollhúfana á Wall Street og sjái loksins ljósið.

Spurningin er hvort hvort blákaldar hrollvekjandi upplýsingar manna á borð við Assange og Snowden hafi ekki einmitt orðið til þess að opna augu heiðursmanna á borð við greinarhöfund og svo ekki sé minnst á öfgafullan krossfarann, nafna hans, sem á síðustu misserum virðist sömuleiðis hafa vikið frá villu síns vegar.

Jónarnir tveir á Íslandi eru aðeins örsmá birtingarmynd þeirrar viðhorfsbreytingar sem nú á sér stað á heimsvísu í garð hins hnignandi stórveldis.

Konungurinn er dauður! - Lengi lifi konungurinn!"


mbl.is Ópíum flæðir frá Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband