Grímur taka að falla

Hvernig sem á lagningu þessa nýja vegar er litið, þá er þessi harka og ákafi yfirvalda vægast sagt grunsamlegur. Auðvitað hefði breikkun og eðlilegar betrumbætur á núverandi Álftanesvegi verið eðlilegar við þessar aðstæður í ljósi yfirstandandi dómsmáls og fjárþurftar ríkisins til aðkallandi mála á borð við fjársvelt heilbrigðiskerfið.

Þessi forgangsröðun ráðherra dómsmála, yfirmanns fjársveltrar löggæslu og auðvitað stórfeldir fjárhagslegir hagsmunir ráðherra fjármála, ef marka má almannaróm er aftur á móti gjörsamlega forkastanleg og dæmalaus.

Þessi óskiljanlega framkoma yfirvalda rifjar aðeins upp alla vafasömu vafningana, líkt og gerst hefðu í gær og minnir mann óþyrmilega á spillt og siðlaust umhverfi íslenskra stjórnmála, hvort sem manni líkar betur eða verr.


mbl.is Gálgahraun eða Garðahraun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Að sjálfsögu ætti að setja allar framkvæmdir í landinu á bið- og byggja upp spítala og verkfæri sem þar þarf. Það væri eitthvað sem almenningur tæki þátt í af heilum hug- stjórnvöld virðast halda að ef þeir draga lappirnar nógu lengi kaupi félagasamtök bara tæki og tól- hvað er að ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.10.2013 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband