"Þjófnaður um hábjartan dag"

Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi aðeins dulin skattheimta. Auðvitað á að sameina alla þessa sjóði í einn stóran, hvort heldur sem þeir eru ætlaðir hærri eða smærri þegnum þjóðfélagsins. Það er lítið réttlæti í því að þrautpíndir skattgreiðendur verði að greiða verðtryggðar skuldbindingar ríkisins til handa dekruðum skrautfjöðrum þjóðfélagsins.

Það er oft vitnað í stórfeldar eignir lífeyrissjóðanna og þá nefndar tölur upp á rúma 2000 milljarða. Að mínu áliti á þetta ekki við rök að styðjast, fremur en Símapeningarnir, Landsbanka- og Búnaðarbanka hagnaðurinn og reyndar allur ríkisfyrirtækja söluhagnaðurinn sem óprútnir hafa "stolið" beint fyrir framan nefið á okkur á undanförnum árum.

Er það ekki alveg augljóst ef allir þessir peningar væru handbærir si svona, að leiðréttingar verðtryggðra lána heimila almennings og endurreisn heilbrigðiskerfisins væru greiddar möglunarlaust úr þessum sjóðum okkar. Upphæðin sem um er að ræða er ámóta há og sú upphæð sem sjóðirnir viðurkenna að hafa tapað á áhættu fjárfestingum síðustu ára, og reyndar helmingi lægri en þær skattgreiðslur sem "ríkið" velur af óskkiljanlegum ástæðum að láta þessa kóna ráðskast með.


mbl.is Neita að hækka iðgjald í LSR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jónatan.

Mér finnst orðið þjófnaður ekki við hæfi. Þetta eru ekki málefnaleg rök. Heldur sleggjudómar. Fyrir það fyrsta er það fólkið sjálft sem mætir ekki á fundi og eru alveg sama hvernig þetta kerfi er að virka, á meðan svo er þá mun ekkert breytast því ASÍ og atvinnurekendur eru í samspili hvernig þetta eigi að vera. Að sameina alla lífeyrissjóði kemur ekki til greina, þá mun það skapa þeim það mikið vald að þeir myndu ráða hvað gert er, Alþingismenn væru þá í gíslingu þessara manna. Eitt vil ég benda þér á rannsókn á lífeyrissjóðum fór aldrei fram, þótt allir þingmenn hafi samþykkt rannsókn. Nei lífeyrissjóðir rannsökuðu sjálfan sig með stórkostlegri niðurstöðu. Það mun blasa við að lífeyrissjóðir þurfa að skerða lífeyri sjóðsfélaga með ákveðnum hætti, það eitt er ljóst. Um leið mun það hafa áhrif á stöðu sjóðsfélaga því sjóðirnir eiga ekki fyrir framtíðarskuldbindingum. Þetta kerfi er hrunið að mínu mati. Jú nú á að hækka iðgjöld sjóðsfélaga til að lífeyrissjóður ríkistarfsmanna geti staðið undir sínum skuldbindingum. Enn hvers vegna greiddi ríkissjóður ekki inn lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga allan þann tíma? Að hækka iðgjöld er ekkert annað enn að pissa endalaust í sinn skó og sjá ekki fyrir enda á því dæmi. Hækkun iðgjalda myndi valda því að fólki yrði sagt upp í stórum stíl, vegna þess að fólkið væri of dýr vinnukraftur og um leið myndi skapast hér svart atvinnulíf manna sem myndu svíkja undan greiðslum í lífeyrissjóð. Leggjum fé inná reikning í Seðlabanka Íslands þar sem hann væri í eigu hvers og eins sem dæmi

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.10.2013 kl. 13:08

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jóhann.

Reyndar held ég "þjófnaðinum" innan gæsalappa - svona til vonar og vara, en í öllum aðal atriðum heyrist mér við vera nokkuð sammála. Mergurinn þessarar færslu minnar er einfaldlega sá, að ég álít að þessir margumtöluðu 2000 milljarðar séu einfaldlega ekki lengur til - þ.e.a.s. horfnir eða glataðir, eða bara hvaða öðru nafni sem þú kýst að kalla það.

Jónatan Karlsson, 26.10.2013 kl. 13:27

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jónatan. Eins og ég sagði áðan þá vil ég ekki ásaka neinn um að vera þjófur eða kalla menn þjófa fyrr enn ég get staðið á því. Enn að fara illa með fé er allt annað mál. Rannsókn á lífeyrissjóðum hefði að mínu áliti skapað umræðu hvernig stjórnendur lífeyrissjóða samþykktu og keyptu hlutdeildarskírteini og skuldabréf banka og sparisjóða og allt fór norður og niður. Ég tel mig þekkja þessa hluti nokkuð vel og væri löng saga að segja hana hér. Enn slæm orð og hugtök eiga menn ekki að nota nema að menn geti staðið á því. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.10.2013 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband