Ekki til setunar boðið

Ástand allra mála er varða Landspítalann eru komin langt út yfir allan þjófabálk og þarfnast tafarlausra aðgerða strax. Ég vil hér koma með einfalda aðgerðaráætlun, þó málið sé vitanlega öðrum skyldara.

1) Tafarlaust verður að segja upp forstjóra spítalans. Hann er öllu trausti rúinn sem forstjóri, en sem læknir eru kraftar hans örugglega vel þegnir
.
2) Taka verður allar óraunsæjar "hátæknisjúkrahúss" hugmyndir af borðinu og einfaldlega henda í ruslið, því að ekki verður raunsætt að huga að stórum byggingar framkvæmdum næstu árin.

3) Byrja þarf strax á skipulögðum viðgerðum og endurbætum á húsnæði spítalans með harðsnúnu liði iðnaðarmanna og verktaka.

4) Önnur sveit iðnaðarmanna hefst þegar í stað að virkja Vífilstaðaspítala, deild fyrir deild, sem hjúkrunar heimili fyrir þann stóra hóp veikra eldri borgara, sem teppir almennar deildir spítalans, sjálfum þeim og starfsfólki til ama og vandkvæða. Þessari hugmynd var reyndar kastað fram nýverið af heilbrigðisráðherra, að ég held.

5) Að loknum nauðsynlegustu endurbætum á Landspítala og Vífilstöðum, þá er eðlilegt að "Borgarspítalinn" og Landakot verði yfirfarin á sama hátt og síðan St. Jósefs spítali og Arnarholt, því öllum ætti að vera ljóst að á næstu árum og áratugum ríður yfir óumflýjanleg holskefla öldrunarsjúklinga.

Það er vítavert að sjá hvernig þessar sjúkrastofnanir hafa verið látnar drabbast niður á síðustu áratugum, því án reglubundiðs viðhalds, þá verður reikningurinn aðeins margfalt dýrari að lokum, hvort heldur sem um lítinn sumarbústað eða risastórt háhýsi er að ræða.

Hvað starfsfólk og aðbúnað þess varðar, þá þarf auðvitað að koma til móts við réttlátar kröfur þess og auðvitað á að ráða þá sérfræðinga sem þörf er á, þó leita þurfi til útlanda eftir þeim
.
Hvað fjármögnun á þessum endurbótum og öllum og nauðsynlegum tækjakaupum varðar, þá liggja tæpir þúsund milljarðar af skatttekjum ríkissjóðs hjá vægast sagt misvitrum fjármála "spekúlöntum" lífeyrissjóðanna, auk þess sem að mínu mati mætti "halvera" öll framlög til lista og menningar, svo eitthvað sé nefnt, því örugglega verða t.a.m. mörg laus störf við umönnun okkar gamlingjana á næstu árum, fyrir þá sem t.d. verða að láta sér nægja að skrifa, eða mála hálfan daginn, þó svo ég þori ekki að segja það upphátt við nokkurn lifandi mann.


mbl.is „Það var aldrei góðæri á Landspítala“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsnæði Landspitala er fyrir löngu úrelt. Fimm og sex manna stofur í húsnæði frá millistríðsárunum og 50 ára gamalt viðbótarhúsnæði sem hefur verið illa viðhaldið í gegnum áratugi með sameiginlegri sturtu og baði. Ég hef um 25 ára reynslu úr heilbrigðiskerfi Íslands og erlendis. Persónulega hef ég þurft að endurlífga sjúklinga eftir hjartastans á 6 manna stofu og vera með deyjandi sjúklinga með lungnakrabbamein. Fólk með heilaæxli og dement sem æðir um og fólk á sem liggur á göngum með blóðugan niðurgang á bak við þunn skilrúm. Fólk sem er ónæmisbælt og á krabbeinsmeðferð þurfi að liggja á fjölmennum stofum.

Það eru gríðarlegar framfarir í læknavísindum. Á Íslandi virðist verðmæti úrelts sjúkrahúshúsnæðis vera algjörlega ofmetið. Þetta húsnæði er rifið í flestum öðrum löndum. Að reka litlar einingar kostar gríðarlega. St. Jósefssjúkrahúsið var lagt niður af sparnaðarástæðum enda einingin lítil. Lykilatriðið er að nýta mannauðin enda er skortur á honum og það ástand mun versna enda munu risaárgangar Íslands skríða yfir 60 árin á næstu 15 árum og mun 3-4 falda fjölda yfir 60 ára og það mun margfalda heilbrigðiskostnað vegna tíðni hjarta og æðasjúkdóma og krabbameina sem og slitgigt. Að veita sambærilega þjónustu og í dag mun stórauka þörf á sérhæfðu starfsfólki. Þar liggja verðmætin en ekki í úreltu og niðurníddu og að sumu leiti heilsuspyllandi húsnæði. Raunar væri hægt að leggja niður öll litlu sjúkrahúsin (Akranes, Keflavík, Selfoss og Vestmanneyjar, Stykkishólm) Byggja upp Akureyri og hafa þyrlu á Akureyri, Reykjavík og Egilstöðum ef markmiðið er best læknisþjónustu raunar eru þessar litlu einingar dýnósaurusar. Hin leiðin er að reyna að reka þetta eins og mörg lítil sjúkrahús með gríðarlegum vaktakostnaði og gríðarlegum mannafla sem við ekki höfum. Það verður minna og minna spennandi að koma til Íslands og tíðka læknisfræði eins og var gerð fyrir 30 árum síðan með gjörsamlega úreltri geyslameðferð meðan fyrirmenn samfélagsins eru sendir utan.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 17:51

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar

Auðvitað er nauðsynlegt að betrumbæta hjúkrunaraðstöðuna hið fyrsta og gæti maður þá t.d. ímyndað sér að ný álma við "Borgarspítalan" gæti bætt ástandið. Sú stækkunartillaga var reyndar tillaga danskra sérfræðinga og hljómar bæði raunhæf og skynsamleg, svo ekki sé talað um að hún yrði auðvitað uppfærð í dagvinnu.

Ástandið á Landspítalanum er bara því miður komið á það stig, að þolmörk starfsfólks eru að bresta, fjölda lækna og sérfræðinga vantar og tæknibúnaður slitinn eða hreinlega ekki til staðar. Það mætti kannski líkja núverandi stöðu mála við að maður væri staddur í breiðþotu yfir norðurpólnum og væri að ergja sig á þrengslum og biðröðum við salerni, á sama tíma og allir flugmenn væru dauðir eða í andaslitrum og eldsneytið að auki af skornum skammti.

Það hlýtur að vera forgangsmál að nota þau úrræði sem við höfum, líkt og margar ágætar sjúkrastofnanir utan Reykjavíkur. Það er einkennilegt að eining á borð við St. Jósepsspítala sé þvílíkt óhagstæð, á sama tíma og minniháttar aðgerðir eru gerðar á einkastofum út um alla Reykjavík og það víst bara með góðum árangri. Ég er þó að alveg eins að ímynda mér að þessar öldnu sjúkrastofnanir verði hönnunar sinnar vegna og með tíð og tíma, hentugari fyrir einhverskonar sérhæfðar öldrunar lækningar.

Málið hlýtur nú aðeins að snúast um greina hismið frá kjarnanum og koma heilbrigðismálum þjóðarinnar á réttan kjöl með hnitmiðuðum aðgerðum

Jónatan Karlsson, 20.9.2013 kl. 20:54

3 identicon

því miður er ástandið augljóslega mjög slæmt. Það hefur verið margvarað við þessu ástandi í meira en áratug og ástandinu í heilsugæslunni í 2 áratugi. Það þarf ekki annað en líta á aldursdreyfingu lækna og nýliðun. Hrunið hefur síðan flýtt fyrir þessu þar sem sparnaðurinn hefur gengið nærri sjúkrahúsinu og lykilfólk er að fara. Það sem hefur verið styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins sem er að við höfum fengið sérmenntun lækna ókeypis hjá öðrum þjóðum. Þetta hefur farið í taugarnar á nágrannlöndum okkar raunar fóru svíar fyrir talsverðum árum fram á greiðslu fyrir þetta en því var neitað af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Grunnnám í læknisfræði sem tekur 6 ár og síðan verknám 1 ár er veitt á Íslandi en sérnám er erlendis og tekur 6-11 ár og oft til viðbótar doktorsnámi (PhD) síðan hefur þetta fólk komið til Íslands það sem þörf er á. Krabbameinslæknir með fleirri ára sérnám og starfsreynslu td. frá sænska heilbrigðiskerfinu er miklu meiri fjárfesting fyrir Svíþjóð en fyrir Ísland. Þeir sem halda að það sé hópur atvinnulausra sérfræðinga og íslendingar keppa ekki einu sinni við austur Evrópu um launakjör. Sérfræðingar í Póllandi og Tékkóslóvakíu eru þegar allt er tekið með laun og kostnaður mun betri enda fara þeir til Þýskalands, Austurríki og Sviss en ekki Norðurlöndin og hvað síður Ísland. Ég hef í áraraðir unnið á Norðurlöndum og hér ná menn ekki að fá til sín fullmenntaða sérfræðinga frá Vestur Evrópu eða Bandaríkjunum vegna lágra launa. Laun sérfræðinga í Bretlandi eru 50% til 100% hærri en á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum eru launin oft marföld og á Norðurlöndum sem eru ekki beint þekkt af að vera nein hálaunalönd fyrir opinbera starfsmenn sem sjúkrahúslæknar eru. Það er mikill skortur á vestrænni læknisþekkingu í Asíu og Miðausturlöndum. Ísland er afkimi og tungumálið gríðarleg hindrun enda eru læknaskýrslur og öll samskipti á Íslandi og tekur talsvert langan tíma til að geta gert gagn og ekki mun Ísland velja af efstu hillu miðað við ástand, aðstaður og launakjör.

Ísland er náttúrlega komið út úr korti enda eru laun lækna án sérhæfingar um 330 þús á mánuði fyrir skatt og fyrir sérfræðing eru þetta um 500 þús á mánuði en þetta er fólk komið yfir 40tugt með margra ára útlent sérnám og doktorsnám. Við bætist illa borgaðar vaktir sem fók er meira eða minna þvingað til og

Húsnæðiskostur er til þess að gera lítið hlutfall af rekstri sjúkrahúsa þar er rekstrarkostnaður og vaktakostnaður yfirgnæfandi enda mikilvægast að hindra "dauðan vaktatíma" og nýta fólk sem best. Með að dreyfa fólki í smáar einingar á stórhöfuðborgarsvæði (Akranes, Keflavík, Selfoss og ... St. Jósefs, Borgarspítalann, Landspítalann, Landakot og Vífilstaði) þarf gríðarlegan mannafla og kostar gríðarlega mikið. Það eru fleirri gjörgæsludeildir, margfalt sérfræðivaktateymi. Alvarlega veikt fólk er keyrt yfir Fossvogshæðina þar sem taugaskurðdeild og bæklunardeild er öðru megin og almenn skurðdeild og hjarta/brjóstholsskurðdeild hinum megin við hæðina. Almennt er það standard að teymi skurðlækna og gjörgæslulækna mæti fólki.

Það er raunar margbúið að reikna út að með að færa allt á sama stað mun það ekki bara bæta starfsemi, þeas auka gæði þjónustu, það mun spara starfsfólk þeas bæta nýtingu og spara stórfé. Áætlaður sparnaður af að sameina Borgarspítalann og Landspítalann mun spara um 3-4 miljarða á ári og enn stærri sparnaður ef hinu er slegið saman. Þessi sparnaður mun geta fjármagnað almennilegt sjúkrahús á 15 árum. Þetta er margreiknað og vísa má til fjölda erlendra rannsókna.

Það að endurnýja úrelt 50 ára gamlar sjúkrahúsbyggingar er ekki hagkvæmt. Það er raunar verið að rífa þetta. Það þarf að hugsa til nútímans og framtíðar.

Gunnr (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband