En hverjir framleiða og selja?

Öll skynsamleg rök benda óneitanlega til að hinir svokölluðu "uppreisnarmenn" hafi sviðsett og auglýst notkun eiturgassins, beint fyrir framan eftirlitsnefnd SÞ sem var rétt komin á svæðið. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Tyrkir eru ósammála og vilja ólmir eitthvað tilefni til árásar. Líklega verður "fabrikerað" nýtt tilefni fljótlega, því mjög hallar á uppreisnarmenn, eða terrorista, eins og Sýrlensk stjórnvöld kalla þennan her málaliða.

Sýrlendingar eiga efnavopn, en hvar fengu þeir þau? Jú, því er haldið fram að megnið af eiturvopna birgðum þeirra séu frá Bretum.
Hvað vitum við annars fyrir víst um notkun eiturefna í hernaði? Jú, við vitum að Saddam heitinn Hussein notaði þau í stríðum straumi gegn Írönum og eitthvað að auki gegn Kúrdum. Hverjir skyldu nú hafa hagnast á að selja honum eitrið? Jú hverjir aðrir en "englarnir" sjálfir, þ.e.a.s. Bandaríkjamenn og engir aðrir.

Það er að verða hálf þreytandi að lesa þreytta þvælu tugguna hér á mbl.is dag eftir dag og litlu skárra er RÚV, sem gerir hreinlega út fréttamann í Washington, til að lepja upp slefið þar. Væri ekki upplagt að senda hann frekar til Damaskus?


mbl.is Ótvírætt að saríngas var notað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband