Í heljargreipum óttans

Það er dæmigert fyrir þessa frétt sem virðist þó vera sú mest lesna, annan daginn í röð á mbl.is, að enginn hefur að því virðist neina skoðun eða áhuga á umfjölluninni.
Ástæða þess að enginn sér ástæðu til að blogga um þessa gagnsókn hins útskúfaða karlrembusvíns, Egils Einarssonar Gillzeneggers, er ekki vegna doða eða áhugaleysis, heldur einfaldlega stafar hún af ótta. Þeir einstaklingar sem hafa gaman af að tjá skoðanir sínar opinberlega, eiga það nefnilega upp til hópa sameiginlegt, að þeir vita hvaða málefni eru varasöm og jafnvel hættuleg.
Vei þeim einstakling sem verður fyrir barðinu á þessum hópum, eða kannski heldur öflum. Það er t.a.m. hálf spaugilegt þessa dagana að fylgjast með leiðtogum kirkjunar og Háskóla Íslands á harðahlaupum með allt niðri um sig til þess eins, að því virðist að verða ekki næstar á "dauðalistanum"
Ég tek það að lokum auðvitað skýrt fram og undirstrika mér til varnar og sáluhjálpar að ég fjalla ekki í þessari "djörfu" færslu minni, einu orði um persónulegt álit mitt á ástarlífi né trúarbrögðum eins, né neins
mbl.is Egill svarar „ósannindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband