Sömu bjálfarnir?

Er það nú enn á ný þýðingavandamál eða almennt skilningsleysi fréttamanna mbl.is sem hefur tekið völdin í fyrirsögn fréttarinnar? Í fréttinni segir Kerry að sannanir séu nú fyrir því að eiturgas hafi verið notað. Það er bara alls ekki það sem deilt er um, heldur hver beitti því. Var það stjórnarherinn, sem var u.þ.b. að vinna sigur á svokölluðum uppreisnarmönnum, eða voru það einfaldlega handbendi Mossad og CIA og sem sviðsettu glæpinn beint fyrir framan nef eftirlitsmanna S.Þ. líkt og margt bendir til.
mbl.is Sýrlenski herinn beitti taugagasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það mætti halda að þessi Kerry hafa stjórnað þessu hryllilega taugagas-brjálæði, eins og honum liggur mikið á að byrja eyðileggingarnar á eigum Sýrlensku þjóðarinnar. Það er reynt með veikum rökum, að réttlæta hertöku á Sýrlandi.

Þvílíkur viðbjóðs-villimennsku-skepnuskapur og valdagræðgi heimsveldismafíunnar. Hverjir eru í Bandaríska þinginu, og hverjir þeirra ætla að samþykkja hertökuna? Þeirra verður minnst í sögunni, fyrir villimennskuna og skepnuskapinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2013 kl. 15:28

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Anna Sigríður.

Ég tel sömuleiðis að illur grunur þinn sé á rökum reistur.

Jónatan Karlsson, 1.9.2013 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband