31.8.2013 | 16:34
Nýtt blóð óskast
Þeir Kjartan og Júlíus Vífill eru nú ekki staðfastari í stuðning sínum við áframhaldandi flugvallar rekstur í Vatnsmýrinni en svo, að þeir sátu báðir hjá þegar meirihlutinn samþykkti aðalskipulag sem gerir ráð fyrir flutningi flugvallarins. Það er alveg ljóst að höfuðborgin þarfnast nýrra fulltrúa sem bera óskertan hag meirihluta borgarbúa og landsmanna allra fyrir brjósti
Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk :)
Sigurður Haraldsson, 1.9.2013 kl. 00:18
Sæll Jónatan. Aðalskipulagið var ekki samþykkt á borgarstjórnarfundinum í júní heldur einungis ákveðið að auglýsa tillögu að aðalskipulagi. Við Júlíus gagnrýndum tillöguna harðlega en vildum ekki leggjast gegn því að hún yrði send í opinbera auglýsingu og sátum því hjá. Eftir að athugasemdafresti lýkur, 20. september, verður sjálf aðalskipulagstillagan borin upp til samþykktar eða synjunar og þá munum við Júlíus ekki sitja hjá.
Með góðri kveðju, Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 01:55
Það eru margafalt ríkari hagsmunir fólgnir í því að fá flugvöllinn undir byggð en að hafa þar áfram flugstarfsemi sem vel getur þrifist annars staðar. Þeir borgarfulltrúar sem vilja fá Vatnsmýrina undir íbúðabyggð eru því svo sannarlega að bera hag borgarbúa fyrir brósti.
Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 08:24
Ég þakka fyrir þessi dæmigerðu og mismunandi sjónarmið er fram koma í athugasemdum ykkar. Í stuttu máli þá sýnist mér að við Sigurður séum sammála um varðveislu og viðhalds vallarins til framtíðar.
Hvað útskýringar Kjartans varðar, þá er batnandi mönnum auðvitað best að lifa, en persónulega sýnist mér þetta skipulag, líkt og mörg þar á undan og raunar ríkjandi stefna í niðurrifi og nýframkvæmdum til háborinar skammar, svo ekki sé minnst á tröllvaxið hátækni viðundrið með öllu hjólreiðafólkinu. Mín skoðun er því sú að auðvitað hefðuð þið átt að segja þvert NEI.
Hvað skoðun Sigurðar varðar, þá efast ég ekki um að það séu margfalt ríkari hagsmunir fyrir hann og handfylli einhverra annara að byggja sómasamlegt hverfi fyrir íslenskan aðal í göngufæri við Hörpuna og er það einmitt mergurinn málsins
Jónatan Karlsson, 1.9.2013 kl. 09:25
Það er engin að tala um byggð fyrir handfylli íslenks aðals í göngufæri við Hörpuna. Þarna er verið að tala um 20 til 30 þúsund manna byggð fyrir almenning sem vill ekki vera einhvers staðar uppi á heiði eða í útnára byggðarinnar. Þarna er verið að tala um að stytta verulega meðalakstursleiðir innan höfuðborgarsvæðisins með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þar að auki leiðir minni akstur til færri umferðaslysa. Í því fellst líka mikill sparnaður þannig að það eru ríkir fjárhagslegir almannahgsmunir í húfi.
Allavega eru almannahgsmunir af því að fá þetta land undir byggð mun meiri en það að hafa flugvöll fyrir innanlandsflug 10 til 40 km. nær miðbænum en annars væri.
Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 11:07
Ég sagði reyndar aldrei að þessir aðilar sem hefðu stórfellda hagsmuni af byggingu auðmannahverfis í Vatnsmýrinni hyggðust endilega ætla að búa þar sjálfir.
Jónatan Karlsson, 1.9.2013 kl. 13:57
Vegna orða Sigurðar hér um fækkun slysa í Reykjavík með minnkandi umferð datt mér í hug smá leikur að tölum.
Nokkuð ljóst er að leggist flug frá Reykjavík af og færist til KEF mun farþegum innanlands hægt og sígandi fækka úr þessum 350 þúsundum. Gefum okkur að órannsökuðu, að minnsta kosti helmingurinn fara að ferðast akandi út á land og til baka eða öfugt. 175 þúsund manns fara þá í bílum, hugsanlega 2,5-3 í hverjum bíl. Það eru 60 til 70 þúsund bílferðir á þjóðvegina í viðbót á ári.
Andstæðingar vallarins í Vatnsmýri hampa því að slysatíðni í Reykjavík muni minnka með hvarfi Reykjavíkurflugvallar. -En hafa þeir vilja og kjark til þess að komast að því hvað t.d. 60-70 þúsund ökuferðir á ári í viðbót við þær sem fyrir eru, koma til með að valda mörgum slysum á þjóðvegum landsins?
Baldur (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 17:04
Dýrmætið sem Gnarrhálfvitarnir , nú þrír eftir að Gísli Marteinn datt inn, ætla að skemma er svo langt utan venjulegs skilnings að það hálfa væri nóg. Húsin sem fyrir voru, voru flutt burt til að rýma fyrir besta flugvallarstæði sem til er í umdæmi Reykjavíkur bæði að dæmi breskra og Íslenskra sérfræðinga. Þar á flugvöllurinn að vera um aldur og ævi. Það fólk sem hóf þessa baráttu um flugvöllinn burt er aðflutt, í aðfluttum húsum, uppgerðum og aðfluttum á kostnað borgarinnar. Uppnumið af þykjusu húsaverd, en mest af eigin upphefð og græðgi. Auðvitað átti þetta ölmusufólk að vita af flugumferð á svæðinu , en ekki bresta í grát þegar ekki var hægt að sólbaða sig á glæsipallinum, berrassaður og berbrjósta vegna ofangláps flugfarþega.
K.H.S., 6.9.2013 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.