Steinrunnir fjölmiðlar

Ríkisútvarpið- og sjónvarpið, daglega kallað RÚV og hinsvegar Morgunblaðið ásamt mbl.is, eru tvö sorgleg dæmi um úr sér gengin fyrirtæki eða stofnanir, sem einungis er haldið lifandi í öndunarvélum af tilliti til sér- hagsmunagæslu eigenda og aðstandenda þeirra. Þessir tveir öldnu höfðingjar eiga það sameiginlegt, að nú er löngu tímabært að þeir skili inn ökuréttindinum og hætti að ferðast um á tæknivæddum hraðbrautum nútíma fjölmiðlunar, öllum öðrum vegfarendum einungis til ama og aðhláturs.
RÚV og Mbl eru bæði á framfæri almennings, ýmist beint eða óbeint. Það er augljóst og einfalt mál að selja RÚV, en meira mál að breyta fiskveiðikerfi þjóðarinnar á þann veg að ekki svari kostnaði fyrir vellauðuga útgerðagreifa og greyfynjur að halda úti margra milljarða málgagni með hagnaði. Blaðamennskan á báðum þessum miðlum er hlutdræg, ógagnrýnin og gloppótt, eða með öðrum orðum sagt: léleg.
Tæknilega stendur Mbl ágætlega, en það verður ekki sagt um RÚV, eins og öllum er væntanlega ljóst. Ég minnist t.a.m. ekki að hafa orðið vitni af útsendingu fréttatíma á RÚV án tæknilegra hnökra af einhverju tagi og bendi ég öðrum áhorfendum að gæta að þessu, sér til gamans.
Minningagreinar Morgunblaðsins eru kapituli út af fyrir sig og ættu að vera aðgengilegar öllum á mbl.is en snepillinn sjálfur er einungis mengun, líkt og segja má um ógeðfeldan áróðurs bleðilinn sem borin er í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu undir nafni frétta.
Það er of langt mál að telja upp dæmin um rangfærslur, áróður, hlutdrægni og metnaðarleysi þessara tveggja "stofnana" en þeirra tími er liðinn og tímabært að slá þau af og leggja til hinnar hinstu hvílu.

mbl.is „Spurning hvort Ríkisútvarpið lifir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband