Vítahringurinn rofinn

Þetta hljómar alveg rakið. Lögfræði, viðskiptafræði, lyfjafræði og læknisfræði hljóta að vera ofarlega á vinsældarlistum fanga. Hvernig er annars með lögregluskólann? Þurfa umsækjendur þar ekki aðalega að vera í góðu formi og til í tuskið.
mbl.is Kvenfangar hafa ekki sama aðgengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nauðsynlegt að fá meiri flóru í lögfræðina, þ.e. lögfræðinga/lögmenn sem hugsa fyrst og fremst um hag skjólstæðingsins. Flestir íslenzkir lögmenn eru ónýtir andskotar, sem láta sig lítt varða hvort þeir tapi málinu fyrir skjólstæðing sinn eða vinni, því að þeir fá greitt það sama hvort eð er. Nema skjólstæðingurinn sé ríkur og hefur fengið afskrifað milljarða, þá eru lögmennirnir allir af vilja gerðir og berjast með klóm og kjafti. Annars eru þeir sinnulausir. Oft eru þeir líka í raun hliðhollari yfirvöldum heldur en skjólstæðingum sínum, enda eru sterkari bönd milli tveggja lögfræðinga (milli saksóknara og verjanda) heldur en milli verjandans og skjólstæðingsins, sem er ekki löglærður.

Það er ekki að ástæðulausu að menn segja brandarann: Hvað kallar maður 2000 lögfræðinga sem liggja á hafsbotni? Góða byrjun.

Sömu sögu er að segja um íslenzka sálfræðinga: Fordómafullir, kreddufastir og duglausir andskotar.

Þar með er ég ekki að segja, að fyrrverandi fangar verði endilega góðir lögfræðingar og auk þess mega þeir ekki fá lögmannsréttindi fyrr en nokkur ár eru liðin frá aflokinni afplánun. En allir eiga skilið að fá annan séns til að komast inn á réttu brautina og þá er engin betri leið fyrir langtímafanga en að leggja stund á háskólanám.

Sumir af þeim föngum sem eru í námi á fjölbrautastigi hafa aldrei fengið neina menntun af ýmsum ástæðum, t.d. námsörðugleikar meðan þeir voru yngri, og þetta hefur háð þeim í lífinu og kannski orðið þess valdandi að þeir hafi aldrei getað fengið almennilega vinnu og leiðzt út á glæpabrautina og/eða í neyzlu. Hér fá þeir annað tækifæri.

Þá er ekki þar með sagt að ég sé að verja gjörðir þessara manna, enda ber að refsa fyrir lögbrot, þótt sumir dómar í fíkniefnamálum séu fáranlega langir.  

Jónatan, þú hefur víst gífurlega fordóma gegn þeim sem sitja í fangelsi og setur alla undir sama hatt. En þú ert ekki einn um það. Sumir fangar fangar eru síbrotadrullusokkar, en aðrir eru ágætismenn sem hafa gert mistök og verið gripnir við smygl og eru nú að borga fyrir þau mistök. Þú virðist álíta, að allir þessir menn séu einungis í námi til að nota nýfengna menntun til að halda áfram að brjóta af sér eða færa afbrotin á hærra stig. Því fer fjarri.

Hvernig þætti þér ef ég hataði þig af því að mér líkaði ekki við einhvern allt annan, sem líka héti Jónatan? Þætti þér það ekki vera ósanngjarnir fordómar?

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 10:42

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Pétur.

Það er heilmikið til í því sem þú segir, en þegar þú ásakar mig um almenna fordóma í garð fanga, þá ferðu nú aðeins yfir strikið, en opinberar þó einmitt þína eigin fordóma í garð allra löghlýðnu bjálfana, sem láta sig hafa það að strita alla starfsæfina í lítt spennandi láglauna störfum og það sömuleiðis eflaust af mörgum mismunandi ástæðum.

Jónatan Karlsson, 16.7.2013 kl. 13:18

3 identicon

"en opinberar þó einmitt þína eigin fordóma í garð allra löghlýðnu bjálfana,..."

 Hvernig í ósköpunum færðu það út? Ég hef ekkert skrifað sem lýsir fordómum gagnvart öllum löghlýðnum borgurum. Hvers vegna ætti ég að hafa fordóma gegn þeim bara af því að ég skrifa að það sé gott framtak að leyfa föngum að mennta sig?

Eða sárnaði þér bara það sem ég skrifaði um lögfræðingana og sálfræðingana?

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 15:46

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Við erum sammála um ágæti menntunar yfirhöfuð, en þú skilur mig ekki þegar ég reyni að vekja athygli þína á möguleika þess að stunda almenn vekkamanna eða verksmiðju störf, án þess að þurfa að hafa afbrot sem einhverja auka búgrein.

Jónatan Karlsson, 17.7.2013 kl. 00:36

5 identicon

Þú hefur víst ekki tekið eftir því að það er kreppa og enga atvinnu að fá, ekki einu sinni fyrir menntað fólk. Kreppa vegna þess að stórglæpamenn fengu að vaða uppi og setja allt á hausinn í boði vina sinna, alþingismanna og embættismanna?

(Já, alveg rétt, verð að muna að setja alþingismenn á listann yfir ónýta andskota).

Það væri nú ágætt að fá vinnu í verksmiðju, ef það væru einhverjar verksmiðjur til. Já, alveg rétt, þessir pólítísku fábjánar sem hafa setið á Alþingi sl. 70 ár trössuðu að byggja upp iðnað sem atvinnugrein.

Ekki hef ég setið inni og ekki hef ég framið glæp. Ég reyni að sækja um starf, en það er vonlaust þegar 50 manns eru um hvert auglýst starf. Atvinnuleysið er nefnilega ekki 4% heldur sennilega meira en 10%, því að það eru margir fleiri sem vantar vinnu þótt þeir séu ekki skráðir hjá Vinnumálastofnun.

En þeir eru hólpnir, sem þekkja einhvern hjá hinu opinbera. Embættismenn og stjórnmálamenn eru alltaf iðnir við að skaffa vinum, kunningjum, fjölskyldumeðlimum og þeim sem þeir spila golf við, atvinnu meðan þeir gefa skít í þá sem eru á botni þjóðfélagsins, þá atvinnulausu og öryrkjana.

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband