Afsakið meðan ég æli.

Fyrir nokkrum árum keypti ég ódýran DVD spilara í raftækjaversluninni BT. Tækið bilaði skömmu síðar og hugðist ég fá því skipt, en þá vildi ekki betur til en að verslunin átti þá aðeins þrefalt dýrari tæki, þannig að ég var leystur út með innleggsnótu og beðin að sýna smá þolinmæði og bíða eftir væntanlegri sendingu. Fáum vikum síðar leit ég við og framvísaði innleggs nótunni en var þá upplýstur um að ég gæti skeint mig á henni, því fyrirtækið hefði skipt um kennitölu.

Ég átti líka smáræði af hlutabréfum í Eimskip, en þau einhvernvegin dóu eða urðu að engu, þrátt fyrir að um þessar mundir í megi lesa í flenni auglýsingum um glæsilegan árangur og afkomu, auk hjartanlegra árnaðar óska á 100 ára afmæli þessa "virðulega" fyrirtækis

Reyndar átti ég líka smáræði í íslenskri erfðagreiningu, sem reyndar var komið niður í nálægt ekki neitt, þegar fréttir bárust af ágætri og alls óvæntri sölu fyrirtækisins, en eftir að hafa rætt við verðbréfadeild Landsbankans, þá var það víst útskýrt fyrir mér hvernig stæði á að bréfin mín héldu áfram að vera einskis virði (þó án árangurs)

Þessar hagfræðilegu ófarir mínar rifjast því miður einatt upp fyrir mér, þegar nafnið "Capacent Gallup" ber á góma. Ég man þá helst eftir ótrúverðugum skoðanakönnunum og ég man líka þegar þeir verðmátu SPRON áður en félagið var sett á markað og ónafngreindir vinir og vandamenn seldu öll sín bréf og græddu milljarða, á meðan þorri almennings lét blekkjast af óraunhæfu verðmatinu, til að kaupa af hinum innvígðu o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv....

Því miður sýnist mér ýmislegt benda til þess að sama svínaríið rúlli bara áfram og sömu aðilarnir haldi áfram að níðast á sama undirmáls fólkinu, eins og ekkert sé, bara á nýjum kennitölum - alveg nákvæmlega eins og áður.


mbl.is Hvers virði er Capacent?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband