Fyrirbyggjandi aðgerðir

Ég horfi upp á sama leikinn endurtaka sig ár eftir ár:
Hópur starfsmanna borgarinnar þvær og málar nærliggjandi frístunda- og verslunarhúsnæði og við þá sjón leiði ég hugann frá hugsunum um kostnaðinn, til að valda mér ekki svima og ógleði. Nokkrir dagar líða og byggingin er bara ansi reisuleg og flott. Svo er það einhvern morguninn, svona einni til tveimur vikum síðar að leið mín liggur sem endranær framhjá nýmálaðri miðstöðinni að ég rek augun í spreyjað veggjakrot á gaflinum, líklega eitthvað álíka gáfulegt og fallegt og innræti vandalistans sem þar var að verki. Næstu mánuðina breiðist ófögnuðurinn jafnt og þétt út líkt og illvígt krabbamein og er auðvitað sannkölluð óprýði af útkrotuðu húsinu fyrir alla götuna út það árið. Síðan fer loks að vora og hvað skeður? Einn morguninn mætir hópur starfsmanna borgarinnar og byrjar á nýrri hringavitleysu....

Það er þekkt staðreynd að sá hluti borgaranna, sem starfar við löggæslu er ekki endilega sá hluti þjóðarinnar sem er best til þess fallinn að móta fyrirbyggjandi aðgerðir gegn glæpum og eyðileggingu, þó svo ég efist ekki augnablik um að þetta ágæta fólk geti hlaupið í einum sprett úr miðbænum upp í Breiðholt og aftur tilbaka án þess að blása úr nös og síðan er það sá hluti þjóðarinnar sem annast lagasetninguna og dómgæslu, en hefur grátbroslega oftar en ekki, fyrr eða síðar á starfsferlinum hreinlega störf af að halda afbrotamönnum lausum og "liðugum"

Þessir ónytjungar sem löggæslan hér á landi verður því miður að teljast vera, skapa sér nefnilega eigið orðspor, því að daglegar fréttir fjölmiðla bera það augljóslega með sér að afbrotalýðurinn hreinlega skellihlær upp í opið geðið á þessum löggæslu bjálfum, því þegar "krimmarnir" eru gripnir við iðju sína, ítrekað dag eftir dag, hvort sem um er að ræða innbrot, líkamsárásir, akstur undir áhrifum, próflausir á stolnum ökutækjum, veggjakrot eða aðra eyðileggingu- þá er það ítrekað og oftar en ekki um sömu einskaklingana að ræða.

Ég, líkt og meirihluti landsmanna gæti hæglega og fyrir lítið gefið yfirvöldum góð og skilvirk ráð um hvernig mætti hratt og örugglega gerbreyta ásýnd og yfirbragði löggæslumála hér á landi, en fyrir yfirvöld gæti það litið betur út að ráða örfáa erlenda löggæsluráðgjafa til halds og trausts og sæi ég t.a.m. fyrir mér að þýskir, kínverskir og bandarískir löggæsluráðgjafar gætu gert kraftaverk og einfaldlega á skömmum tíma læknað flest þessi óþolandi vandamál til frambúðar


mbl.is Fjórir teknir við veggjakrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru einungis háar peningasektir sem geta dregið úr svona ófögnuði. Sennilega getur það fólk sem þessa iðju stundar ekki greitt neinar sektir. Ef það er undir lögaldri þá á að sækja foreldrana heim, og innheimta sektina hjá þeim.

Umfram allt að hafa sektir nógu háar svo að það muni um þær.

Betrunarvinna ef ekki tekst að ná inn greiðslu í peningum. Hellusteypa er mjög gróðavænleg, og alltaf eru að brotna gangstéttarhellur. Líkkistusmíði er freimleiðsla sem engan tekur endi. Svo nóg er fyrir þetta ólukkulega fólk að gera ef vilji er fyrir hendi að takast á við þessi vandamál. En ráðamenn verða að vilja það eða nenna því. Er það ekki annars???

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 16:17

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Jóhanna.

Peningasektir eru nánast gagnslausar.

Hér í þessu landi búa tvær þjóðir. Það er þetta brot, sem á allan auðinn og auðlindirnar, allt tryggt í bak og fyrir - og síðan er það meirihlutinn (sá hinn sami og Ingibjörg Sólrún sagði að væri einmitt ekki þjóðin) sem borgar og borgar en skuldar þó meir með degi hverjum.

Allar þessir blóðpeningar renna hreinlega til fjármagnseigenda sem þiggja milljarða greiðslur á mánuði hverjum í verðbætur, svo þeir beri nú sannarlega ekki skertan hlut frá borði. Og að lokum hvað þessa sektar hugmynd þína allar varðar, þá greiða svokallaðir ógæfumenn ekki sektir frekar en meðlög og opinber gjöld en það ógeðslegasta er þó sú staðreynd að gulltryggð yfirstéttin lætur sér ekki detta þá "óskynsamlegu" lausn í hug að greiða sektir og gjaldþrot, heldur er reikningurinn bara sendur til þessa fjölda, sem er ekki einu sinni þjóðin, á meðan gull og silfur drengir aka áhyggjulausir á vit nýrra æfintýra og áskorana

Jónatan Karlsson, 26.5.2013 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband