Upp komast svik um síðir

Lítill vafi leikur á að Íslendingar geta lært margt af framandi þjóðum. Eitt er það hvernig tíðkast að refsa landráðamönnum, þegar einstaklingar eða hópar hafa ráðist gegn augljósum hagsmunum fósturjarðarinnar í skiptum fyrir eigin upphefð eða fjárhagslegan ávinning.
Ég á það sameiginlegt með flestum meðvituðum Íslendingum að geta auðveldlega remsað upp a.m.s.k. hálfu hundraði landa okkar sem eiga það sameiginlegt með írönsku njósnurunum tveimur úr fréttinni, að hafa svikið hagsmuni föðurlandsins fyrir eigin frama og hafa þ.a.l. engu síður en írönsku njósnararnir, unnið til hinnar þyngstu refsingar.
Það er þó auðvitað í verkahring annara til þess bærra embættismanna en ekki í mínum að nafngreina, ákæra og draga til ábyrgðar alla þessa níðinga, en hvað sem framfylgni laga og réttlætis líður hér á landi á næstunni, þá munu ógleymanleg ódæði þeirra lifa áfram með þjóðinni með góðri aðstoð internetsins og samtaka á borð við "Wikileaks"

mbl.is Njósnarar hengdir í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenær var síðast einhver ákærður fyrir njósnir á Íslandi?

Hvenær var síðast einhver ákærður fyrir landráð á Íslandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2013 kl. 12:31

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðmundur.

Ég gæti trúað að einhverjir dómar hafi fallið í kjölfar Heimsstyrjaldarinnar síðari, án þess að þora að fullyrða neitt um það. Það gæti kannski einhver sögufróðari upplýst okkur nánar um það? Hvað þessa samtímamenn okkar varðar, þá upplýsti Wikileaks t.a.m. um leyniskjöl frá Bandaríska sendiráðinu á Íslandi um hvatningu þjóðþekkts einstaklings til Bandaríkjamanna um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum til að knýja fram bann við hvalveiðum og síðan eru það auðvitað Icesave þingmennirnir auk þeirra sem gáfu "erlendu" hrægömmunum t.a.m. bankana og o.s.frv. o.s.frv.

Jónatan Karlsson, 19.5.2013 kl. 15:48

3 identicon

Vonandi velja íslendingar einhverja betri þjóð en írani til að læra af í þessum efnum. Í Íran er nefnilega afar vinsælt að dæma alla sem ekki falla að skoðunum þarlendra yfirvalda fyrir njósnir fyrir Ísrael eða Bandaríkin. Raunveruleg ástæða dómanna er oftar en ekki trúarbrögð, mannréttindabarátta og mótmæli gegn ofríki stjórnvalda.

Dagný (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 18:16

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Dagný

Þar sem við erum vel og rækilega upplýst um aftökur njósnara "bandamanna" okkar í Íran, þá getum við þó verið sammála um að gleðjast yfir hve hverfandi fáir af þessari tæplega áttatíu milljóna þjóð virðast óánægðir vegna trúarbragða, mannréttinda eða ofríkis stjórnvalda.

Jónatan Karlsson, 19.5.2013 kl. 20:21

5 identicon

Það væri óskandi að þeir séu afar fáir sem eru ósáttir með stöðu sína í Íran. Við fáum ekki eins nákvæmar fréttir hér á Íslandi um alla þá sem hafa verið pyntaðir og dæmdir í langa fangelsisvist fyrir njósnir sem enginn fótur er fyrir. Ég get ekki fullyrt að allir séu saklausir sem eru dæmdir fyrir landráð og njósnir, ég vil hins vegar fullyrða það að við íslendingar getum valið okkur betri fyrirmynd í dómsmálum en þjóð sem er þekkt fyrir að dæma óhemjulega marga þegna sína á röngum forsendum fyrir njósnir í þágu ímyndaðra eða raunverulegra óvina.

Dagný (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband