Sannleikurinn er sagna bestur - ekki satt?

Það er bæði eðlilegt og skiljanlegt að sýrlensk yfirvöld skuli alfarið neita aðild að þessum sprengiárásum í Tyrklandi, einfaldlega vegna þess að við blasir að það stríðir einfaldlega gegn hagsmunum Sýrlendinga sjálfra að ögra Tyrkjum, sem bíða gráir fyrir járnum á landamærum ríkjanna eftir rétta tilefninu til að vinna fyrir aðildinni að ESB.
Allar þessar skrautlegu borgarastyrjaldar sögur sem meirihluti vesturlandabúa eru fóðraðir á dag eftir dag af auðmjúkum málpípum spunameistarana í Pentagon og Tel Aviv af gamalgrónum og virðulegum fjölmiðlum á borð við mbl. eru því miður ámóta klisjugjarnar og ótrúverðugar eins og sögurnar af gjöreyðingarvopnum Saddams heitins.
Síðan er það nánast spaugilegt að sjá smáfréttum bregða fyrir hér í blaðinu, sem stangast gjörsamlega á við heilaþvottinn, og nefni ég t.a.m. nýja yfirlýsingu frá rannsóknarnefnd á vegum S.Þ. þar sem Carla Del Ponte lýsir því yfir að sannanir bendi til að uppreisnarmenn hafi notað Sarin - gas gegn stjórnarhernum, en þetta stangast auðvitað þverrt á ákærur John Kerry utanríkisráðherra USA um notkun stjórnarhersins á eiturgasi.
Annað dæmi var þegar virtur breskur fréttamaður var í haldi hóps uppreisnarmanna, en upplýsti eftir að hann slapp, að meirihluti hópsins hafi verið enskumælandi og gat hann meira að segja staðfært enskuhreim nokkra þeirra til suður Lundúna.
Ég vona að íslenskir blaðamenn fari að taka fingurinn út úr staðnum þar sem sólin skín aldrei og reyni að sýna faglegan metnað með því að fjalla um alþjóðamál af hlutleysi og örlítilli rökréttri hugsun
mbl.is Neita aðild að árás í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

hárrétt hjá þér í alla staði Jónatan. 

það þarf ansi mikið vatn að renna til sjávar, svo "mainstream" fjölmiðlar prenti annað heldur en stefnur sinna landa....burt séð frá sannleiksgildi þess...

...enda ber aldrei að taka fjölmiðla það alvarlega að um sannleika sé að ræða.

virkilega góð athugasemd hjá þér við þessa frétt....þar sem ritstjórn mbl.is talar gegn sjálfum sér....eins og þú nefndir gerir inn á milli.

el-Toro, 12.5.2013 kl. 12:44

2 identicon

Heill og sæll Jónatan - sem og aðrir gestir, þínir !

Tek undir; með ykkur el - Toro báðum, algjörlega.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband