10.5.2013 | 12:27
Jón og séra Jón
Þessi úrskurður kemur ekki á óvart. Ríkissaksóknari hugsar vel um sína. Dagsetning fóstureyðinga lyfseðlana, sem enn eru til, jafngilda nánast beinni upptöku af athæfinu, því fórnarlambið var hvað sem öllu öðru líður í "gæsluvarðhaldi" á sama tíma og þeir voru útgefnir. Nú virðast bara gilda önnur sjónarmið um nafnleynd og mannréttindi, heldur en Erla og hin fórnarlömbin máttu sætta sig við frá fyrsta degi, meðan slefandi og smjattandi rannsakendur og blaðasnápar gerðu sér veisluborð úr varnarlausum sakborningum. Vonandi hefur nú einhver fjölmiðill dug og þor til að leiða þjóðina í allan sannleikann í þessu máli.
Ekki verður ákært í máli Erlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já væri ekki næsta skref að birta upplýsingar um það um hvaða lögreglulmann sé að ræða svo dómstóll götunnar geti hakkað hann í sig?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 14:11
Dómstóll götunnar hlýtur að dæma hann saklausan. Ef hann er það.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2013 kl. 16:18
Venju samkvæmt upphefst nú hjáróma kór, sem nú boðar skilning og fyrirgefningu, þegar kemur að skuldadögum, nú þegar raunverulegir böðlarnir úr Guðmundar- og Geirfinns málunum standa berleggjaðir frammi fyrir raunverulegum fórnarlömbum þessara ljótu mála. Ég bendi þér Kristján á að kynna þér skjöl málsin sem eru öllum aðgengileg á - www.mal214.com - áður en þú ferð í falsettuna og myndar þér í staðinn þína hlutlausu og réttlátu skoðun líkt og gildir um t.a.m. mig, Guðmund og í raun alla hlutlausa borgara þessa lands.
Jónatan Karlsson, 11.5.2013 kl. 10:15
Sæll Jónatan, mín skoðun er sú að það ætti að skipa rannskóknarnefnd í þessu máli óháð því hvort málið sé fyrnt sem sakamál. Lögreglumaðurinn sem borinn er sökum, hann að sjálfsögðu neitar sakargiftum en það eru æði mörg atriði sem eru honum í óhag, ef hann væri saklaus? þá væri það hans hagur að málið yrði rannsakað og hann hreinsaður, en sé það ekki rannsakað situr hann uppi á ásökunina ævilangt. kannski hentar það hans hagsmunum betur að hafa bara ásakanirnar á sér og málið órannsakað, en dómstóll götunnar hann leggur saman tvo og tvo og fær út að öllum líkindum sé lögreglumaðurinn sekur, því sé hann saklaus hefði hann að öllum líkindum hvatt til rannsóknar til að verða hreinsaður af þessari ákæru.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 13:16
Sæll Kristján.
Ég er þér sammála í þeirri rökréttu ályktun, að auðvitað ætti lögregluþjónninn að skríða út úr holu sinni og leyfa sönnum vinum og velunnurum að aðstoða hann við að sanna sakleysi sitt fyrir opnum tjöldum.
Jónatan Karlsson, 12.5.2013 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.