16.2.2013 | 10:54
Hægri grænir "flokkur fólksins"
Ég fæ nú ekki orða bundist, vegna bloggs Hægri grænna um þetta sama málefni. Eftir að hafa lesið hina venjubundnu u.þ.b. tveggja metra klausu um fréttina, krufna niður í smæstu smáatriði og eflaust margt satt og rétt í þeirri langloku, en frómt frá sagt, að þeim maraþon lestri loknum, þá hugðist ég skrifa sakleysislega athugasemd þess efnis að alla jafna væri vænlegt að stytta mál sitt niður í aðgengileg aðal atriði á í að mesta lagi einni blaðsíðu - svona til að viðhalda athygli eða meðvitund lesendans, en skemmst frá að segja þá kem ég nú að kjarna þessarar "athugasemdar" minnar, því þegar ég hugðist senda þessa kurteislegu ábendingu mína, þá fékk ég þessa stuttu og snaggaralegu tilkynningu frá þessum "flokki fólksins"
Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.
Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.
Lánin álitin ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reyndi að kommentera á bloggið. Hægri Grænir eru history.
Við hjónin ætluðum að styðja þá þar til nú.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 12:29
Ég skil hvað þú meinar. Eðlilegra væri að þeir kölluðu sig "Hægri græna, flokk útvalins hluta fólksins" sem við erum greinilega ekki hluti af. Jæja, betra seint en aldrei.
Jónatan Karlsson, 16.2.2013 kl. 13:09
Var komið í ljós afhverju Hægri grænir borguðu laun í matarpokum frá fjölskylduhjálp ?
Kom einhver skýring. Sú sem hefur verið í forsvari fyrir þau samtök svaraði spurningum við fréttina með skætingi en aldrei kom svar.
Ég get ekki kosið flokkinn nema fá þetta á hreint áður.
Afsakaðu að ég fari aðeins út fyrir umræðuefnið, en ég get jú ekki sett athugasemdina við blogg Hægri grænna.
Þór (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 13:42
Ég vil nota tækifærið og vekja athygli ykkar allra, sem hafa verið að leita að vænlegum kosti til að styðja í komandi kosningum, að nú er vonandi fæddur hreinskiptin, vammlaus flokkur sannra föðurlands vina og á ég þar auðvitað við Lýðræðisvaktina.
Jónatan Karlsson, 16.2.2013 kl. 13:54
Lýðræðisvaktin? Meinarðu flokkurinn hans Þorvaldar Gylfasonar sem ætlar ekki að afnema verðtrygginguna og ekki að gera neitt til að laga fjármálakerfið?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 21:19
Ef fólk treystir ekki Samfylkingunni og Bjartri framtíð til að fullnusta samningana við ESB þá er nú allt í lagi að skoða þetta framboð Lýðræðisvaktarinnar með Þorvald Gylfason fjármálagúrú og verðtryggingarriddara í stafni með fána ESB.
"Við viljum sjá samninginn!!!!"
Hvað hefur verið sagt við okkur í áróðrinum fyrir inngöngu í ESB?
"Við erum nú þegar búin að lögfesta yfir 70% af regluverki ESB gegnum EES-aðild. Og höfum ekkert haft um þau mál að segja.
Er nú ekki betra að ganga alla leið og taka þátt í lagasetningunni með fullri aðild?- Að sjálfsögðu!"
Hvað haldið þið að verði sagt þegar við erum BÚIN AÐ GERA SAMNINGINN?
Mér dettur í hug t.d.:
"Dettur einhverjum í hug núna þegar við erum loksins komin alla leið í höfn með BETRI SAMNING EN NOKKUR Þjóð hefur áður gert við Evrópusambandið, að eyðileggja allt það góða starf með því að hafna samningnum?
Ef þið gerið það er það sönnun þess að þessari þjóð er bara ekki við bjargandi!"
Sannið til.
Árni Gunnarsson, 17.2.2013 kl. 11:06
Það má vera að Þorvaldur og félagar hans í þessu nýja framboði hafi mismunandi skoðanir á t.a.m. Evrópusambands aðild og verðtryggingunni, en það sem virðist vera í fyrirrúmi er jöfnuður og réttlæti, en það er einmitt það sem á vantar a.m.s.k.hjá rotnum fjórflokknum og stuðnings hópum þeirra. Þarna virðist mér einfaldlega vera um að ræða hóp vammlausra Íslandsvina sem fengið hafa sig fullsadda af landlægri spillingu og sérhagsmunapoti
Jónatan Karlsson, 17.2.2013 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.