Spillingarbælið og raunsætt mat

Þetta er bara enn eitt dæmið um svívirðilegan rekstur RÚV. Það er aðeins eitt atriði reksturs þessarar stofnunar sem er á heimsmælikvarða, en þar á ég auðvitað við óheyrilegan kostnaðinn - nefskattinn. Spillinginn og klíkuskapurinn er sláandi augljós, auk þess sem tæknileg útfærslan er enn jafn viðvaningsleg og hún var í upphafi -nú hálfri öld síðar. Hvað íþróttadeildina varðar, þá mætti mér (og öllum sem ég veit um) þó að meinalausu t.a.m. hætta að gera út upptökulið á leiki úr körfubolta kvenna, sem virðist njóta ákaflega takmarkaðs áhuga, augljóslega miðað við fjölda áhorfenda og verja þeim pening og það eru ekki smá aurar til þess að kaupa sjónvarpsréttindi að landsleikjum í íþróttum sem njóta sannarlega lýðhylli.
Sem plástur á sárið má þó segja að hvað handbolta karla varðar, þá stendur því miður sú staðreynd, að stóra tækifærið og hápunktur á ferli einstakrar liðsheildar í hópíþrótt fór forgörðum í London og það er því miður ekkert náttúrulögmál að við eigum úrvalslið í handbolta karla, frekar en einokun á titli sterkasta manns jarðar, eftir fráfall Jóns Páls Sigmarssonar og því harla ólíklegt að endurnýjað lið eigi eftir að halda áfram að gera garðinn frægan í þessari keppni, sem og þeim næstu. Auðvitað vona ég þó að lokum, að ég hafi rangt fyrir mér í þessari hrakspá minni um framtíðarhorfur íslenska handboltalandsliðsins.
mbl.is Ekkert HM í handbolta á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband