Sama tuggan

Hér eru nýjar tölur, sem virðast staðfesta svo um munar að stríðið við banni á neyslu eiturlyfja er tapað. Ekki má undanskilja áfengið, sem er þó enn óneytanlega einn helsti bölvaldurinn. Útskýringarnar um tilurð og framvindu heróínframleiðslunar í Afganistan, í grein þessari er þvæla, sem þokkalega upplýstir blaðamenn ættu ekki að birta gagnrýnislaust. Ég endurbirti hér blogg mitt frá 2009, því það er enn sem komið er nær raunveruleikanum en þessi óraunverulegi spuni.

5.9.2009 | 16:34

Kristmenn - krossmenn í Afganistan
Hvað eru Íslendingar eiginlega að meina með að koma nálægt þessu óþverastríði NATO í Afganistan? Er einhver sem getur í stuttu máli útskýrt og réttlætt ástæður innrásarinnar? Eru allir búnir að gleyma því að einmitt við hjálpuðum talibönunum til að sigrast á leppstjórn og yfirráðum Rússa leynt og ljóst fyrir örfáum árum síðan? Eftirfarandi valdatímabil talibana einkenndist helst af áráttu þeirra til að lifa samkvæmt þeirra eigin (ströngu) trúarbrögðum og var einn angi þess að umfangsmikil ópíumrækt landsmanna nánast lagðist af. Okkur sauðheimskum almúganum hér á Íslandi er talin trú um að um hreint hugsjóna stríð sé um að ræða, þegar til eru tíndar ástæður fyrir rándýrum stríðsrekstri okkar með NATO í líki svokallaðra "friðargæsluliða" - þvílíkt öfugmæli. Það hefur líka oft verið notað sem ástæða að hinir illu talibanar virði ekki nútíma kvenréttindi. Nú er ástandið annað en örugglega ekki betra. Nú ríkir leppur nokkur alþekktur yfir landinu með stuðningi okkar Kristmanna- krossmanna og helsta fjármögnun vopnakaupmanna heimsins er kominn á fullan snúning með rúmlega 7000 tonna og sívaxandi ársframleiðslu á ópíum, sem er u.þ.b. 90% af heimsframleiðslunni og nú er svo komið að heroinmarkaðurinn er mettaður og verð hagstætt og framboð í hámarki. Þetta hafa margir foreldrar á vesturlöndum skilið eftir að börn þeirra hafa ánetjast þessum óhuggulega gjaldmiðli vopnamangarana. Hvað hugsjónirnar og kvenréttinda-baráttuna snertir, þá mætti rifja upp undanfarin stríð Saddams Hussein, bæði við Írana, þegar Bandaríkjamenn (og auðvitað við) seldum honum m.a. efnavopnin sem honum var síðar lagt til lasts að eiga og enn síðar í Flóabardaganum og sjálfri innrásinni í Írak, þá féllu fjölmargir Írakar og skildu eftir sig ekkjur og börn, sem þó fengu greidda framfærslu frá harðstjóranum sem hafði svipt þau fyrirvinnunni, en eftir að við hugsjóna postularnir tókum við rekstrinum í Bagdad, þá voru hinar fjölmörgu ekkjur sviptar allri framfærslu frá ríkinu. Þarna birtist ljóslega hið tvöfalda siðgæði okkar, því auðvitað er ekki hægt að neita tugum þúsunda ungra hermanna um allt kynlíf og þá var það enn og aftur bara að spurningunni um heilbrigt vestrænt framboð og eftirspurn. Hinar áður siðprúðu stríðsekkjur máttu nú bara hrista af sér "pempíu" skapin og arka út með lakktöskurnar til að vinna fyrir húsi og börnum auk þess að uppfylla þessi lágmarks mannréttindi kynhungraðra hermanna í leyfum sínum. Ég mæli með að við Íslendingar spörum okkur þau útgjöld sem það kostar að koma nálægt þessari óhuggulegu hagsmunagæslu vopnaframleiðanda NATO, því að ef við verðum virkilega að hafa blóð á höndunum og samviskunni, þá er nú sannarlega rétti tíminn til að reisa stæðilegan höggstokk fyrir framan Stjórnarráðið og útdeila réttlátum refsingum fyrir stórfelld föðurlandssvik, fremur en að halda áfram að horfa dofinn á þungvopnaða hermenn slátra einhverju vesælings hörundsdökku fólki í beinni útsendingu í nafni einhverrar ómerkilegrar réttlætingar og friðþægingar, eftir því sem á við hverju sinni.

Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1


mbl.is Ráðleysi í stríði gegn eiturlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband