5.12.2012 | 12:29
Hlægilegt skilningsleysi.
Þessi yfirlýsing framkvæmdastjórans er alveg ótrúleg. Hún hlýtur að vera eini Íslendingurinn sem gerir sér ekki ljósa grein fyrir ástæðu uppsagnana. Það er því óneitanlega spaugilegt að hún hafi nákvæmlega þetta starf með höndum.
Þyrfti að breyta þessum spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú á að stilla hverjum og einum upp við vegg....
Óskar Guðmundsson, 5.12.2012 kl. 12:59
Ég held að hún viti það nú :) . Spurning hvort að einhverjir hafi aðrar ástæður heldur en fjárhagslegar. Það er alveg ljóst að eitthvað mikið þarf að gerast til þess að 200+ manns fara ekki út af Landsspítalanum.
Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 13:11
Það eru örugglega fleiri ástæður en þær fjárhagslegu sem þarna liggja að baki. Fólk vinnur eins og djöfullinn pikki það og alltaf bætist í álagið. Það segir sig fjálft, að þannig getur enginn unnið til lengdar. Og að fá fyrir allt þetta erfiði mun lægri laun en fólki finnst sanngjarnt, gerir málin enn verri. Þetta vita menn og ættu ekki að þykjast koma af fjöllum.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.12.2012 kl. 15:13
Er ekki bara verið að tefja málið...
Fresta því eins og hægt að taka á vandanum, það að þessi staða skuli vera uppi er hræðileg og engum öðrum en Ríkisstjórninni að kenna og henni til háborinnar skammar, það er búið að liggja fyrir að þetta færi svona ef ekkert yrði gert í launamálum hjúkrunarfræðinga í það minnsta frá því að það átti að hækka laun Forstjórans um litlar 450,000 kr. á mánuði og var þá til nóg af pening hjá Guðbjarti.
Að sú umræða sé farin í loftið að það þurfi bara að aðlaga spítalann að breyttum forsendum er óhugarleg og ekki líðandi á sama tíma og Ríkisstjórnin lætur öllum íllum látum á Alþingi vegna aukafjárlagana sem þurfa svo sannarlega umræðu og mættu helst ekki fara í gegn óbreytt vegna þess að þau taka hvergi á þeim vanda sem virkilega þarf að taka á eins og þessum vanda Sjúkrahúsana tildæmis...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2012 kl. 15:24
það er nú einmitt það, sjálfsagt er verið að tefja málin. En fullorðið fólk ætti að vita betur en svo, að halda að málþóf leysi vanda sjúkrahúsanna. Eða að halda að það geti blekkt þá sem bíða úrlausna með því að segja að niðurskurðurinn sé óhjákvæmilegur og fólk verði bara enn einu sinni að taka á sig vandann. Af því hafa Íslendingar fengið nóg og það er bara að koma í ljós þarna.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.12.2012 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.